Fasteign eða heimili?

Komið hálft ár síðan heimilið varð tekjulaust.  Ótrúlega góð tilfinning að hafa náð hingað án stórra áfalla.

Hefðum auðvitað aldrei getað það nema með góðri hjálp.

Stefnum í eina átt núna og erum farin að kveðja í huganum.

Ótrúleg aðlögunarhæfnin sem maðurinn býr yfir, finnum hvernig við erum farin að slíta tilfinningatengslin og undirbúa breytingarnar.

Suma daga tel ég sjálfri mér meira að segja trú um að ég verði fegin að fara héðan, einblíni á gallana og leiðindin við að eiga steypuhjall!  Hlakka til einfaldara lífs með minna viðhaldi og minni pirringi.

Aðra daga get ég ekki ýtt minningum frá mér.

Sé börnin mín í gegnum árin á ýmsum stöðum í húsinu.

Hér bættust þau yngri í hópinn, hér voru þau skírð og tóku fyrstu skrefin sín.

Hér lærðu þau stóru að lesa, hvernig maður er góður vinur og hvað skiptir máli.

Hér hefur fjölskyldan elskað, hlegið, dansað og greinilega tapað líka.

Þessa daga er steypuhjallurinn heimili!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ahh já þetta er hreint ekki auðvelt. Mesti skaði þessa lands er fólginn í því ef fjölskyldur á borð við þig hverfa héðan í stórum stíl.

En hvað eigið þið svo sem að gera ?

Kær kveðja

Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 17:09

2 identicon

Það felast tækifæri í öllu, eins ólíklegt og það stundum hljómar.

Júlía (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 08:40

3 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ætli þið að flytja af landi brott??? Leitt ef það er satt, en gangi ykkur allt í haginn. Það er gaman að lesa þetta blogg hjá þér og er frekar hughreystandi.

Ég þykist samt vera að sjá fram á bjartari tíma í Huxinu okkar og held að það sé framtíð í því.

Já, Bryndís er frábær.

Fyndið hvað allir þekkja einhverja sem maður þekkir

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 19.3.2009 kl. 09:11

4 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Ja hérna hér, hér glóa allar línur því eitthvað kom ég þessu skringilega frá mér.

Þegar ég tala um að við stefnum í eina átt átti ég ekki við á söluskrifstofu Icelandair heldur frekar ferðaþjónustu Sýslumannsembættisins.

Við erum búin með allt sparifé, notum lánsfé til að borga af því sem ekki var hægt að frysta, við vitum hvar þetta endar-bara ekki hvenær.

Svo við erum byrjuð að reyna að aðlagast hugsuninni, kveðja í huganum, undirbúa breytingarnar þótt við vitum ekkert hvenær og reyndar ekki komið á hreint hvort.

En eins og ég segi, það er augljós hvert stefnir.  Þegar við ráðum ekki við að borga það sem þarf að borga í dag hvað þá þegar afborganir af því sem við lifum á í dag bætast við.

Bara einfalt reikningsdæmi mínus plús mínus verður í raunveruleikanum bara meiri mínus en ekki plús eins og reynt var að troða inn í mann í stærðfræðitímum í gamla daga

knús og takk fyrir að sjá svona á eftir okkur

Kristín Bjarnadóttir, 19.3.2009 kl. 11:50

5 Smámynd: Björn Finnbogason

Ferðaþjónustan sem þú nefnir svo, fer í sumarfrí sem kallast réttarhlé!  Í mörg ár voru þetta einu tímarnir sem ró komst á í hausnum og maginn var ekki í hnút.  Óttinn við gjaldþrot er mikið verri en gjaldþrotið sjálft.  Sögusagnir af hversu hræðilegt það sé að verða gjaldþrota eru alveg útúr kú. 

Þegar maður situr yfir heilum eplakassa af rukkunum og skilur ekki upp né niður árið út og inn, borgar inn á lögfræðikostnað sem lækkar ekki neitt!, og virkilega trúir því að maður sé að bjarga einhverju, er maður orðinn svo veruleikafirrtur, hvekktur, kvíðinn og óttasleginn, að það er engu öðru líkt.

Á öðrum mánuði eftir gjaldþrot leið mér eins og á sólarbekk á Spáni.  Það gat enginn gert mér neitt meir.  Lífið var í mínum höndum í fyrsta skipti í mörg ár!

Nú er kannski langt um liðið, og síðan hef ég bæði átt og "misst" en viðhorfin breyttust -for life-

Ef það er ekkert ég, þá er ekkert við, hvað þá þið!  Selfcare -man ekki íslenskt orð en hefur ekkert með eigingirni að gera, er grunnurinn að lífi mínu og fjölskyldunnar minnar í dag:-D

Gangi ykkur sem allra best:-)

Björn Finnbogason, 19.3.2009 kl. 15:59

6 Smámynd: Gúnna

Home is where your heart is  

Knús á þig og þína Didda mín, vona að ég hitti á þig í vinnunni fljótlega :)

Gúnna, 20.3.2009 kl. 11:18

7 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

ÉG skil!! Það sem ég óttast mest við að fara yfir um (gjaldþrota) er að mamma mín myndi fylgja á eftir. Hún skrifaði upp á lán fyrir okkur og hún missir þá íbúðina sína líka, ekki bara við húsið. Það hef ég mestar áhyggjur af.

Eins hef ég líka áhyggjur af því, hvar við ættum að búa eftir að missa allt.

En þetta virðist vera eina leiðin hjá allt of mörgum í dag. Ég bara skil þetta ekki og hvað bankar og ríkið græðir á þessu að svona margir verði gjaldþrota og geti ekki borgað.

En svona er þetta bara, þetta er bara tveir plús tveir dæmi, það er alveg satt nafna.

Ég misskildi þig og hélt að þið væruð að fara af landi brott en ég skil hvað þú ert að gera.

Ég hef líka verið að hugsa þetta á svipaðan hátt, hús er bara hús en fjölskyldan þarf bara að geta verið saman.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 22.3.2009 kl. 11:44

8 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég skil ykkur vel. Ég hef látið grunnreikninga ganga fyrir, þ.e. borga af íbúðinni og svo láta restina svolítð sjá um sig sjálfa, vegna þess að mér finnst frumskilyrði að ég geti átt mat ofan í mig og mína áður en ég borga sjónvarpið og símann. Samt getur maður ekki án símans verið. Í dag var lokað á símann hjá mér og mér finnst ég fótalaus í tilverunni, samt hef ég netið og síma sonarins, en hvar er reisnin? Ég get líklega keypt mér eitthvað frelsiskort, og örugglega hef ég efni á að borga símareikninginn, svo hár er hann heldur ekki þótt ég hafi látið hann mæta afgangi og jafnvel trassað til þess að geta veitt okkur mæðginum eitthvað líka í hallærinu..... en alveg sama hvernig maður lítur á þetta, eitthvað lætur undan og það er bara spurning hvort það er húsnæðið eða geðheilsan fyrst??!!? Ég er jafnvel komin á þá skoðun að setja inn á síðu Landlæknis að ég vilji ekki láta endurlífga mig ef eitthvað kemur til, því til hvers?????

Lilja G. Bolladóttir, 23.3.2009 kl. 22:22

9 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Þetta er erfitt, en á meðan við eigum börnin okkar og jafnvel eiginmenn, þýðir ekkert annað en að halda áfram.

Ég tók þá ákvörðun í dag að taka sparnað barnanna minna til að borga niður vísa skuld sem ég ræð ekkert við. Eins hef ég (við) ákveðið að setja húsið okkar á sölu. Ég vil frekar búa í lítilli íbúðarholu með börnin mín en að hafa þennan leiðindar hnút í maganum og grátinn í augunum alla daga. Ég hvílist illa þannig og er ekki fær í að takast á við tilveruna svoleiðist.

En vegna sonar þíns ættirðu að láta endurlífga þig, þú ert svo mikilvæg fyrir hann og jafnvel fleiri ef þú horfir í kringum þig. Við erum öll mikilvæg fyrir einhverja og við eigum að minna okkur á það á hverjum degi.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 23.3.2009 kl. 22:49

10 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Sæll Björn og takk fyrir komuna.  Eflaust rétt sem þú segir hræðslan við gjaldþrot, skömmina sem því fylgir og óvissan um framhaldið er eflaust verri en gjaldþrotið sjálft.  Oft þarf fólk bara að fá núllpunkt til að geta haldið áfram.

Gúnna mín ég hlakka til að sjá þig sömuleiðis-nú er heldur betur farið að styttast!

Kæra Kristín, rétt sem þú nefnir að það eru ekki aðeins fasteignaeigendurnir sjálfir sem missa sitt heldur einnig þeir sem hjálpuðu sínum nánustu að koma undir sig fótunum.  Ótrúlegt þetta ábyrgðarmannakerfi.  Bankarnir og ríkið hafa komið hlutunum svo fyrir að það erum alltaf við, neytendur lánsfés sem tökum áhættuna, getum ekki hreyft okkur án þess að taka lán og getum ekki fengið lán nema blanda okkar nánustu inn í það.

 Langar svo að fara að sjá raunverulegan árangur þess sem Ríkisstjórnin er búin að vera að gera undanfarið.  Ótrúlega flott ef það kemst í gegn að fresta nauðungaruppboðum en ég segi nú samt fyrir mína parta að ef svo væri komið myndi ég helst bara vilja fara strax.

Lilja þú er hvöss og fyndin eins og venjuleg.  Ég veit að þú meinar ekkert með þessu með að láta ekki endurlífga þig.  En góður punktur.  Er þetta ekki bara orðið ágætt?  Ég fyrir það minnsta er að gefast upp á þessu.

og já Kristín þetta með sparnað barnanna, við erum búin að borða sparnað okkar barna.  Fyllti út skattskýrsluna í dag og hélt á yfirliti í höndunum sem á stóð "selt" og mig langaði að öskra!  þarna ætti frekar að standa "stolið" það er búið að ræna framtíð barnanna minna og ég á virkilega að eyða tíma í að skrá þa....(nei obbosí má ekki vera vanþakklát það var búið að forskrá þetta) .....fara yfir að það sé rétt.  En það er ekkert rétt í þessu-langaði að strika yfir allt með rauðu RANGT.  Nánast ekkert á þessu skattframtali var rétt nema nafnið mitt og minna.

En gott að heyra frá ykkur hvernig ykkur líður, ekki vegna þess að það sé gott að ykkur líði svona en það er alltaf gott að finna að maður er ekki sá eini sem er að guggna undir þessu.

Grátinn í augunum alla daga-krakkarnir mínir halda að ég sé svona slæm af ofnæmi!

Kristín Bjarnadóttir, 23.3.2009 kl. 23:35

11 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Já, nafna. Það eru margir með "ofnæmi" í dag.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 24.3.2009 kl. 08:58

12 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Já, þetta með ábyrgðarmannakerfið er glatað í svona árferði og ætti að leggja niður eða að ættingjar kæmust hjá þessari ábyrgð í dag. Sumir stefna aðeins í eina átt og þetta er  óumflýjanlegt. Við tókum þá ákvörðun að setja húsið á sölu og sjá hvað gerðist. Ég vil frekar selja húsið en að mamma og þeir sem voru svo góðir að skrifa undir, fari líka á nauðungar uppboð. Ég vona bara að við náum að selja vel svo við verðum ekki með skulda klafan á bakinu.

Og það skiptir miklu máli að við sem erum í þessari stöðu hughreystum hvort annað, því það er erfitt að hughreysta sjálfan sig til lengdar. 

Ég trúi bara ekki öðru en að allt fari vel að lokum.

Mig langar til að komast af landi brott en það er ekki nóg þar sem maðurinn minn vill ekki fara. Ég hef líka framtíð í Hux skólanum og ég vona bara að hann gangi upp. Þá er ég komin með fasta vinnu næsta haust og framtíðar starf.

Mínar aðstæður eru eingöngu vegna þess að ég er búin að vera mjög veik undanfarin ár og ákvað að láta mér batna. þetta er hráslagalegur brandari.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 24.3.2009 kl. 09:03

13 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

þetta verður alltað að fara vel að lokum!  við komumst öll í gegnum þetta við bara vitum ekki hvernig og ef til vill týnum við einhverju eða hvort öðru í leiðinni, eða þá sjálfum okkur.  Ég er t.d. orðin ansi ólík sjálfri mér eins og ég var fyrir ári síðan.

tilfinningin sem þú lýsir Kristín með að komast í gegnum veikindi bara til að þetta taki við er agaleg!

Þekki eina sem var á mörkum lífs og dauða á síðasta ári en barðist fyrir lífi sínu og uppskar sigur að lokum.  Lítur skringilega út í hennar augum að hafa barist til þess eins að upplifa þetta!  Til hvers var hún að vakna í þetta?

En við verðum auðvitað bara að trúa að einhver ástæða sé fyrir þessu.  Þótt sú líklegast sé auðvitað sú að við öll sem eitt gleymdum okkur og frömdum hverja dauðasyndina á fætur annarri án þess að spá neitt í það og erum nú rassskellt all harkalega af þeim eina sem getur það almennilega:)

En ætli það sé þá nóg að iðrast?

Kristín Bjarnadóttir, 24.3.2009 kl. 10:19

14 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Það er spurning???

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 24.3.2009 kl. 14:25

15 identicon

Veistu Didda, þetta sem þú segir er svo rétt, en hins vegar, þá er það ekki það versta að þurfa að kveðja húskofann, eða nágrennið, nágrannana, eða jafnvel lífstílinn.

Heima, er afstætt hugtak, þekki það vel þar sem ég hef flutt nokkrum sinnum, og hef upplifað hluti sem ég ætla ekki að opinbera hér. Andlegu hliðarnar eru svo annað mál ef þú skilur hvað ég meina.  Það að fara í gegnum þá hluti sem þið eruð að fara í gegnum núna, er að sjálfsögðu meira en að segja það, en þið munuð horfa til baka eftir nokkur ár, og vera stolt af því hvernig þið foruð í gegnum þetta, saman, einbeitt, og við fulla geðheilsu.  Trúðu mér, þetta tímabil á eftir að reynast ykkur dýmætt. 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 15:16

16 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Já, þetta er alveg rétt Didda. Ég hef fellt tár ansi mikið undanfarna daga og er mjög sorgmædd (á meðan börnin eru í skólanum). Og það er ekki vegna þess að við verðum að selja húskofan, heldur meira drauman sem okkur fór að dreyma þegar byrjað var að byggja, vegna óvissunar sem er framundan, vegna barnanna sem þurfa kannski að flytja úr þessu sveitafélagi og fara í nýjan skóla, vegna þess að þetta tókst ekki og smá neikvæðni vegna mistakan sem maður gerði og "ég hefði..." hugsana.

Ekkert er vonlaust, en þetta er erfitt. Á föstudaginn kemur fasteignasali til að meta húsið. Þetta er stór ákvörðun en þetta er líka sú rétta, þrátt fyrir sorgina, fyrir draumana og allt annað.

Í staðin koma nýjir draumar, nýjar vonir og væntingar.

Nafna, við eigum eftir að verða SVO sterkar og getum látið okkur fátt um finnast á meðan við eigum börnin okkar heilbrigð, hjónabandið ekki brostið og allir aðrir í kringum okkur heilbrigðir og elska okkur jafn mikið og áður ef ekki meira og við þau.

Núna myndi ég vilja faðma þig, þrátt fyrir að þekkja þig ekki betur en þetta og stappa stálinu í okkur báðar því mér finnst við standa okkur vel þrátt fyrir allt.

Ég sendi þér bara faðmlag í huganum og vonandi færðu það.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 25.3.2009 kl. 20:51

17 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Gunna mín, takk fyrir hughreystinguna, hlakka til að líta til baka með stolti!

Kristín mín, takk fyrir faðmlagið, sendi þér eitt strax tilbaka.  Hárrétt þetta með brostnu draumana, erfiðast kannski að snúa baki við þeim.

En það koma nýjir draumar, á nýjum stöðum, við nýjar aðstæður.

Mig dreymir að minnsta kosti um það

Kristín Bjarnadóttir, 25.3.2009 kl. 23:02

18 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Að sjálfsögðu.

Ég veit að núna er ég búin að fá útrás fyrir sorgina og núna er framtíðin bara eftir.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 26.3.2009 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband