frábær frétt

Frábær umfjöllunin um skjaldborg heimilanna á stöð 2 í kvöld.  Skjaldborgina sem lögfræðingurinn sem rætt var við vildi meina að væri ekki einu sinni tjaldborg.

 

Endilega gefið ykkur tíma til að horfa á þetta ef þið sáuð þetta ekki.

 

Við umfjöllunina má bæta að fjármálastofnanir alfrysta aðeins fasteignaveðlán á fyrsta veðrétti.  Fólk fær því ekki að velja að losa sig við óhagstæðari lán á seinni veðréttum og það þrátt fyrir að lán sé samt á öruggum veðrétti miðað við fasteignamat.  Í þessu sambandi er heldur ekkert tillit tekið til atvinnustöðu fólks, reglur eru reglur.

 

Svo gildir greiðsluaðlögunin ekki fyrir verktaka.

 

 Lögin ná ekki til einstaklinga sem undangengin þrjú ár hafa borið ótakmarkaða ábyrgð á atvinnustarfsemi, hvort sem þeir hafa lagt stund á hana einir eða í félagi við aðra, nema því aðeins að atvinnurekstri hafi verið hætt og þær skuldir sem stafa frá atvinnurekstrinum séu tiltölulega lítill hluti af heildarskuldum þeirra.(http://www.althingi.is/altext/136/s/0845.html)

 

Skrítið að einn hópur fólks sé tekinn svona út úr.

 

Er það virkilega vilji Alþingis að makar og börn verktaka njóti ekki sömu úrræða og aðrir?

 

Getur það verið að maður sem tekur lán með veði í fasteign sinni og kaupir sér fjórhjól og crossara geti nýtt sér úrræðið en ekki ef hann keypti sér gröfu og traktor til að sinna eigin atvinnustarfssemi?

 

Um daginn var það búsáhaldabyltingin.

 

Hvað segiði um heimilistækjabyltingu?  Best ég mæti með flatskjáinn minn og safapressuna, slái þeim saman og öskri.....æ hvað var það aftur?

 

Æ já vanhæf ríkisstjórn.

  

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=6ddd04a6-8a02-4fd1-92a8-682f1dbca6b4&mediaClipID=dc282104-9bd3-45ef-8324-5ff4fae6fa62 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kem með þér!  Held að safapressan sem maðurinn minn flutti sjálfur inn í sínum atvinnurekstri sé í bílskúrnum...  Þetta er bara rugl!

Sjáumst og heyrumst sem fyrst ;)

kv. H

Harpa V (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 18:04

2 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Já, enda skráði ég mig í hagsmunafélag heimilanna.  Ég held að þar sé hægt að fá upplýsingar um lög og reglur og annað sem við almenningur höfum ekki hugmynd um.

Hvernig er hægt að bjarga okkur fjölskyldunum í landinu?

Þarf ekki að gefa eitthvað eftir í skuldamálum?

Er raunhæft að halda þessum skuldum til streitu og ætlast til þess að við almenningur borgi? (við sem erum þjóðin og byggjum landið)

Hvað um þá sem falla alveg og missa allt? Fá skuldsalar, skuldir sínar greiddar ??

 Hvað er raunhæft miðað við ástandið?

Þetta er góður pistill hjá þér nafna.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 20.4.2009 kl. 20:24

3 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Harpa hvar varst þú?

Kristín Bjarnadóttir, 20.4.2009 kl. 23:04

4 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

já hagsmunasamtök heimilanna eru snilld.  Hjá þeim komst ég t.d. að því að með því að skuldbreyta lánum (sem ég einmitt hafði gert þegar ég frétti þetta) er maður mögulega búinn að fyrirgera bótarétti ef kemur í ljós að rangt hafi verið haft við í bankakerfinu og mál verði höfðað fyrir hönd almennings gegn bönkunum!  Ástæðan er sú að með því að skuldbreyta láninu samþykkir þú stöðuna, þ.e. þú samþykkir að þetta sé það sem þú skuldir og breytir fyrirkomulagi lánsins, og fyrst maður er búin að samþykkja að skulda upphæðina getur maður ekki farið í mál seinna.

Vissuð þið þetta góðir gestir?

Afskaplega skemmtilegt allt saman.

Mér finnst svo yndislegt í þessu öllu saman líka að peninginn sem ég skulda nú bankanum (nýja bankanum), fékk gamli bankinn (önnur kennitala-sama bákn) lánaðan e-s staðar frá og borgar aldrei að fullu en við þurfum að borga okkar skuldir upp í topp?  Glatað?

Fá skuldsalar skuldir sínar greiddar?  þá komum við að blessuðum veðunum.  Húsin okkar eru frábær veð.  Miklu betri veð en t.d fyrirtæki....og bankarnir gera ráð fyrir einhverju tapi en fá samt alltaf eitthvað upp í kröfurnar.  Restina af því sem við eigum.

Maður verður auðvitað bara bálreiður af að hugsa um þetta:)

Hvað í ósköpunum á maður að kjósa?  Er ekki ráð að breyta kosningunum í svona Survivor-kosningar?  Kjósa einhverja burt af eyjunni??????

 Bestu kveðjur í bili:)

Kristín Bjarnadóttir, 20.4.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband