Kveðjustund

Amma hans Árna lést aðfararnótt sumardagsins fyrsta.  Stórkostleg kona og á undan sinni samtíð á svo margan hátt.

 

Hún átti 5 börn, 18 barnabörn og 17 barnabarnabörn en setti sig inn í líf þeirra allra. Mundi ekki aðeins afmælisdaga og stórviðburði heldur litlu hversdagslegu atriðin sem skipta svo miklu máli.

 

Man svo vel hvað ég var hissa þegar hún hringdi í okkur eftir að Birgitta Haukdal vann í eurovision um árið til að samgleðjast Bryndís Ingu sem sá auðvitað ekki sólina fyrir Birgittu á þeim tíma.

 

Mér þótti svo vænt um hvað hún sýndi börnunum mínum, mér, fjölskyldu minni og vinum áhuga. Hún vissi sem er að blóðtengslin ein mynda ekki fjölskyldu og hún lét mér líða eins og ég væri hluti af sinni.

 

Mig langaði svo að segja henni hvað mér þætti vænt um hana og hvað mér þykir vænt um hvernig hún tók mér.

 

Vissi ekki þá að kveðjustundin ein væri eftir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég votta ykkur samúð mína.

 Mikið er gaman að þið minnist hennar á þennan hátt, þetta er mjög fallegt.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 28.4.2009 kl. 08:56

2 identicon

 Kæra Kristín sendi þér og fjölskyldu þinni mínar innilegustu samúðarkveðjur.

Inga Rós (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 11:43

3 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk kærlega stelpur mínar

Kristín Bjarnadóttir, 2.5.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband