Stund minninganna

Eftir nokkar mínútur er ár síðan við eignuðumst Snædísi Tinnu.  Hvað tíminn líður hratt!  Og hve margt hefur breyst.

Þið þekkið þetta eflaust.  Þekkið hvernig maður fer í huganum aftur um þetta eina ár, lifir aftur kraftaverkadaginn.

Lítur á klukkuna og man hvar maður var staddur í ferlinu.

Upplifir aftur í huganum einstaka stund.

Hef allt þetta ár verið meyr yfir áföngum í lífi litlu konunnar.  Því þó þeir marki upphaf, marka þeir einnig endalok.

Endalok ákveðins kafla í mínu lífi.

Allt sem gerist í fyrsta skipti hjá henni, gerist í síðasta skipti hjá mér.

Síðasta fyrsta brosið, síðustu fyrstu skrefin, síðasta skipti sem einhver segir í fyrsta skipti mamma.

Á morgun höldum við upp á síðasta fyrsta afmælisdaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

til hamingju með morgundaginn, svona dagar eru merkilegir og koma manni sífellt á óvart.

Hvernig heldurðu til dæmis að mér finnist að hafa nýlega, 6 mars, átt dóttur sem varð 26 ára ? Hún er næst elst af mínum.

Hvert hafa þessi ár farið ?

Ragnheiður , 11.3.2009 kl. 00:40

2 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Já, segðu, svona er þetta með þessa krakka. Ég horfi oft yfir minn hóp og sé að það er bara ekkert smábarn lengur, þeir eru ekki eins háðir mér og áður.

Færri knúsin sökum sjálfstæðis þeirra, en þau eru mikilvæg.

Til hamingju með dag litlu prinsessunnar á morgun.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 11.3.2009 kl. 08:02

3 identicon

Til hamingju með síðasta fyrsta afmælisdaginn!  Kannast vel við svona endurminningar á tímamótum sérstaklega þegar maður lítur á klukkuna og hugsar  hvar maður var í ferlinu

Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 11:00

4 identicon

Ég er í sömu sporum, það nálgast síðasti fyrsti afmælisdagurinn á mínu heimili. Vegir okkar liggja saman á fleiri stöðum, sami vinnustaðurinn og sama námið, ég minnist þess að hafa staðið við hliðina á þér í staðlotu - báðar með okkar síðustu börn í fanginu :)

Til hamingju með daginn!

Júlía (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 14:43

5 identicon

Til hamingju með afmælið Snædís Tinna.

Knús frá Elsu og co.

Elsa (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 14:49

6 identicon

Elsku Snædís Tinna

 Hamingjuóskir með daginn þinn.

Kveðja - Hulda

Hulda og fjölskylda (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 18:32

7 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk innilega stelpur mínar!

Ungfrú Snædís Tinna átti frábæran dag þar sem m.a. afmælissöngurinn var sunginn hvorki meira né minna en 4x.

bestu kveðjur, Didda og Snædís sem er reyndar auðvitað sofnuð!

Kristín Bjarnadóttir, 12.3.2009 kl. 00:16

8 Smámynd: Edda, Fríða og Ásta Lóa

Til hamingju með dömuna og síðasta fyrsta afmælisdaginn. Ég skil vel hvað þú ert að upplifa, er í þessum sporum líka, bara hálft ár í síðasta fyrsta afmælisdaginn hjá mér.

Knús,
Lóa og dætur

Edda, Fríða og Ásta Lóa, 13.3.2009 kl. 11:15

9 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Til hamingju með litlu dömuna um daginn, merkilegur áfangi

Lilja G. Bolladóttir, 16.3.2009 kl. 20:45

10 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk stelpur mínar!

Kristín Bjarnadóttir, 18.3.2009 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband