Brúin yfir bilið

Yndisleg hjón okkur tengd buðust til að borga skólamatinn fyrir Bryndís Ingu og Bjarna Björgvin.  Við erum mjög þakklát og fegin.  Fegin vegna þess að Bjarna Björgvini (7) gengur illa að ráða við frelsið sem fylgir því að vera með nesti og kemur það ítrekað ósnert tilbaka með tilheyrandi þyngdartapi.

Leikskólinn hóf í dag að bjóða upp á hafragraut í morgunmat en hingað til hefur verið boðið upp á ávaxtastund en reiknað með að börnin borði morgunmatinn heima.  Frábært þegar fólk, fyrirtæki, stofnanir taka til sinna ráða.

Svo eru námslánin komin í hús, ná vonandi að brúa bilið þar til ég fæ vinnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

Gleðilegar fréttir!!!

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 19.1.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband