Hefnd litla mannsins

Held því oft fram að ég sé ekkert reið út af öllu þessu sem gengið hefur á í vetur.  Reiði sé lamandi tilfinning sem hindri mann í að gera sitt besta.

 

Við Snorri (3) fórum í bankann áðan og á borðinu sat þessi fína nammiskál full af girnilegum brjóstsykri.  Hann teygir fram lúkuna og ég segi af gömlum vana bara einn!  En þegar hann langar í meira gerist eitthvað.

 

Það blossaði upp í mér reiðin og mér fannst út í hött að setja hámark á hvað 3 ára drengur, sem átti einu sinni peninga í þessum banka, sem búið var að leggja reglulega til hliðar fyrir hann frá fæðingu, gæti fengið mikinn brjóstsykur.

 

Ég horfði því á hann taka fulla lúku og sagði ekki orð.

 

Mundi svo eftir Bryndísi og Bjarna og að þau hefðu líka átt fullt af peningum í þessum banka.

 

Gjaldkerinn þurfti á þessum tímapunkti að bregða sér frá og á meðan notuðum við tækifærið og tæmdum skálina í vasana á úlpunni hans Snorra.

 

Sátum svo bæði alsaklaus og hefðum flautað ef við kynnum.

 

Á leiðinni út í bíl rann æðið af mér er ég gerði mér grein fyrir að ég hafði kennt syni mínum að ræna banka.

 

En mikið hrikalega var þetta góður brjóstsykur.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Kristín mín.

 Finnst þú SVO skemmtilegur penni;) Gott hjá ykkur að tæma skálina.....

Ég keypti Vikunna á föstudaginn, fínt viðtal og flottar myndir af ykkur fjölskyldunni.

Hafðu það gott,

Inga Rós

Inga Rós (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 15:55

2 identicon

Þetta er bara brjálæðislega fyndin lítil saga:) Það er svo gaman að lesa síðuna þína mín kæra:) Brosi alltaf hvort sem það er í gegnum tárin eða út í annað:)

Baráttukveðjur,

Hildur

Hildur Dungal (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 22:18

3 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Kæra Hildur, takk fyrir að kvitta það er svo gaman að sjá hverjir brosa með okkur í gegnum þetta.

Bestur kveðjur í baráttunni

Kristín Bjarnadóttir, 13.5.2009 kl. 18:04

4 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Elsku Inga Rós, gleymdi alveg að svara þér.  Takk fyrir hlý orð í okkar garð.

Vona að þú hafi það sem allra best.

Bestu kveðjur

Kristín Bjarnadóttir, 13.5.2009 kl. 19:53

5 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Mér finnst þessi tilfinning sem þú ert að lýsa hér, mjög skiljanleg.  En það er munur á því hvort verið er að "stela" brjóstsykri eða peningum. 

Enda var brjóstskykurinn frítt.

Takk fyrir hlý orð til mín á mínu bloggi.

Á eftir að skoða Vikuna og viðtalið við þig, þar sem það er kreppa þá kíki ég á þetta hjá tengdó einhvern daginni. En það er góð forsíðumyndin af þér. 

Gangi ykkur allt í haginn.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 14.5.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband