Gengið um

Lenti á spjalli við tvær níu ára í haust.  Spjölluðum um daginn og veginn en svo barst talið að því hvar pabbar þeirra ynnu.

 

Pabbi annarar er flugmaður og pabbi hinnar viðskiptafræðingur.  En svo spurði ég hvað stjúppabbinn gerði.

 

“Hann er öryggisvörður í Kringlunni!” svarar hún bæði mjög hratt og mjög lágt.  Lítur svo á vinkonuna sem bætir við: “gengur um Kringluna allan daginn!”  Svo springa þær úr hlátri.  Springa úr hlátri yfir að einhver geti unnið við að ganga um Kringluna allan daginn.

 

Níu ára gamlar voru þær búnar að raða atvinnum í einhvers konar goggunarröð.  Alveg eins og við hin eldri gerum.  Sumar vinnur þykja fínni en aðrar.

 

Nú mæla flugmenn, viðskiptafræðingar, verktakar og iðnaðarmenn göturnar.  Rata jafnvel inn í Kringluna.

 

Ganga þar um eins og öryggisvörðurinn.

 

Nú er munurinn bara sá að öryggisvörðurinn er í vinnunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvöldið!

Ég er alin upp við það að það er bara til eitt skítastarf:

Það starf sem er illa unnið!!!  Og ekkert múður með það!

Knús til þín Didda mín

Sigrún

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 20:15

2 identicon

Þetta er ein af meinsemdum samfélagsins, þetta endalausa snobb og gogg í aðra, fólk snobbar upp og niður og allir rembast við að setja sig á stall og líta upp og niður á meðborgara.  Hefur hríðversnað undanfarið í peningasukkinu.  Óþolandi.  Þú ert æðisleg Didda, take care.

Drífa Magnúsd. (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:15

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þar hittirðu naglann á höfuðið. Skelfilegt hvað við erum óvarkár í tali innan um börnin okkar. Ósiðir okkar smitast yfir til þeirra.

Mér finnst ég þó finna hvað mennta/atvinnusnobbið hefur hríðskánað eftir hrunið. Nú þykir barasta gott að hafa vinnu.

Ég vona að viðmiðin okkar nái að breytast. Attitjútið....

Takk fyrir innlitið til mín.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.1.2009 kl. 22:41

4 identicon

Kristín Bjarnadóttir, þú ert SNILLINGUR!

Ég fíla í botn hvernig þú skoðar heiminn!!!

Katrín Brynja (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 17:57

5 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk stelpur mínar

Kristín Bjarnadóttir, 19.1.2009 kl. 12:18

6 identicon

Ég er nú sjómannsdóttir úr Grímsey og þar er eina syndin þar að vera latur og nenna ekki að vinna! Hins vegar hefur atvinnulausi flugmaðurinn minn ekki efni á að fara í Kringluna.....

Hulda Signý (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband