Hugurinn ber okkur hálfa leið

Eftir sannkallaða heilabrotahelgi ákváðum við að það sem við þyrftum væri hugarfarsbreyting.

Hvolfa öllu, hugsa málin upp á nýtt.

Árni er því farinn í skóla.

Ekki farinn í skóla á meðan hann leitar að vinnu eða á meðan kreppan gengur yfir.

Hann fór bara í nám.  Si svona.

Auðvitað er hann ekki hættur að leita sér að vinnu, langt í frá en í stað þess að öll orka fari í endalausar áhyggjur af því hvar hann fái vinnu fer hún í að stunda nám.

Snýst um að færa fókusinn.  Blanda þetta neikvæða góðum slurk af þessu jákvæða.

Enda ótrúlega ánægður skóladrengur sem gekk út með nestið sitt og glósubókina í morgun, spenntur að takast á við nýja hluti.

Eins höfum við ákveðið að útrýma orðinu ástand.

Hér er ekkert ástand, ekki efnahags, vinnumarkaðs, heims né kreppu.  Orðinu ástand fylgir stöðnum og við ætlum ekki að standa kyrr.

Föst í kreppunni.

Við ætlum að ganga í gegnum kreppuna, efnahagsþrengingarnar, slæmt tímabil.  Nota orð og orðasambönd sem fela í sér hreyfingu.

Orð sem minna á að þetta tekur enda.

Sjálfsblekking?  Já já.

Það hefur bara svo mikið að segja hvernig maður hugsar hlutina og ef okkur líður betur með það að Árni sé að leita sér að vinnu með skóla í staðinn fyrir að hann sé í skóla á meðan hann fær ekki vinnu, þá er það allt í lagi.

Við erum bara svo glöð að hafa smá plan.

Og það er gott að sjá Árna brosa.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Daginn!

Var ég búin að segja þér Didda mín hversu mikið mér þykir til þín koma?

Ó? sorry!

Mér þykir mikið til þín koma og hananú!!

Diddan sem er líka að reyna að nota jákvætt hugafar..mig langar ekki í sykur..mig langar ekki í sykur..

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:56

2 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Bænasvar

Ykkur mun ganga vel !

Helena

Helena Leifsdóttir, 12.1.2009 kl. 20:30

3 identicon

Gott hjá ykkur!

Ásta (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 09:01

4 identicon

En frábært :)

Katrín (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 19:53

5 identicon

Flott plan!

Borghildur (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 20:58

6 identicon

Gott hjá ykkur :)

Ætli hann Árni sé í tímum með karlinum mínum?? Hann er að taka einn kúrs í sagnfræði í HÍ...

Hulda Signý (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 09:27

7 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk stelpur, gaman að sjá ykkur og takk fyrir hvatninguna!

Hulda Signý, Árni endaði fara út þessum pakkadíl í hreint sögunám og er í Íslandssögu e.1850, heimsögu e.1850 og forsögu-kemur heim á hverjum degi hafsjór af fróðleik.  Er þinn í einhverju af þessu?

Kristín Bjarnadóttir, 15.1.2009 kl. 13:11

8 identicon

Haha, minn er í Heimssögu e.1850

Var búinn að skrá sig líka í Íslandssögu e.1850, en þá missir hann allar bætur og fær nánast engin námslán svo það var ákveðið að bíða með það í bili. En áhugasviðin eru greinilega lík

Hulda Signý (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband