Miði er möguleiki

Farseðillinn liggur á eldhúsborðinu en við erum að guggna á að nota hann.  Enda ekkert víst að Árni fái vinnu þó hann fari þarna út.

 

Erfitt að taka ákvarðanir þegar óvissan er svona mikil og jafnvel þó maður feli líf sitt í góðar hendur þá þarf maður alltaf að vesenast aðeins með puttana í þessu sjálfur.

 

Búin að fara hring eftir hring með forsendur gripnar úr lausu lofti.

 

Í dag eru ellefu ár síðan ég kolféll fyrir Árna.

 

Hann náði mér með stundvísi og góðu minni.  Lýsti í smáatriðum hvernig ég var klædd þegar hann sá mig fyrst og hringdi á slaginu þegar hann sagðist ætla að hringja.

 

Seinna kom auðvitað í ljós að hann gleymir flestu sem hann er beðinn um og leit skakkt á klukkuna þennan dag.

 

Ég þóttist líka hafa bilaðan áhuga á stjórnmálum og hlustaði af athygli þegar hann útskýrði fyrir mér hugtök og heiti í hagfræði.

 

Við sáum það sem við vildum sjá og tókum ákvörðun út frá hæpnum forsendum.

 

Fylgdum tilfinningunni sem sagði okkur að við ættum að vera saman.

 

Fylgjum sömu tilfinningu núna.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með árin 11!  Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt :)

Knús,Harpa

Harpa (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 14:42

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Elsku Didda mín, gleðilegt ár til þín og fjölskyldunnar. Ég hef verið að lesa færslurnar þínar aftur í tímann og sé að það er verulega erfitt hjá ykkur en vona svo innilega að nýja árið beri eitthvað gott með sér fyrir ykkur og það mjög fljótlega. Hugur minn er hjá þér

Lilja G. Bolladóttir, 10.1.2009 kl. 16:23

3 Smámynd: Dagný Kristinsdóttir

Fróðlegt að lesa bloggið þitt. Hélt að reisubókin snerist um eitthvað allt annað.  Þú segir sjálf svo skemmtilega frá, maður sér jákvæðu hliðina á þessu ástandi öllu saman hjá þér. 

En þið ættuð að nota flugmiðann - þið hafið engu að tapa. 

Til hamingju með daginn og hvort annað

Dagný Kristinsdóttir, 10.1.2009 kl. 21:36

5 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Vá en fallegt.  Takk Helena.

Takk Harpa mín, já tíminn hefur flogið áfram, vorum að sýna krökkunum um helgina myndir frá fyrstu sambandsvikunum og fyndið að tengja í þetta par sem 26 ára hafði ekki hugmynd um hvað biði þeirra saman

Lilja mín gaman að heyra frá þér, erfitt jú jú en það er samt ekki tilfinning sem heltekur okkur.  Enda ekki í boði þegar 8 augu horfa á mann og maður hefur tekið að sér að hugsa um þau og þeirra þarfir-þar með talið að bjóða upp á eðlilegt fjölskyldulíf og tiltölulega yfirvegaða foreldra.  Gaman að þú ert byrjuð aftur að blogga, þú ert svo skemmtilegt.

Dagný, kærar þakkir fyrir að líta við.  Já reisubókarnafnið er eflaust fráhrindandi, stórt nafn á hversdagslega hluti fjölskyldunnar.  Fannst það vara svo skemmtilegt nafn á þetta.  Og blessaður flugmiðinn ómögulegt að vita hvað við eigum að gera, en í augnablikinu virðist það ekki vera hið rétta.  Við getum notað hann í 3 mánuði, jafnvel endar það því þannig að hann fari.

Takk allar fyrir að líta hér við í heimsókn.  Ótrúlega skemmtilegt.

Kristín Bjarnadóttir, 11.1.2009 kl. 11:19

6 Smámynd: Dagný Kristinsdóttir

Reisubókin er ekki fráhrindandi nafn:)

Ég hélt að þú hefðir verið á ferðalagi eða eitthvað svoleiðis... en þetta er stórt ferðalag sem þú ert á núna... og því finnst mér þetta vel við hæfi (þegar ég er búin að kryfja og kynna mér málin!).

Dagný Kristinsdóttir, 12.1.2009 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband