Grísinn sem hoppar ekki yfir hliðið

Sumir dagar minna á konugreyið sem komst ekki heim um kvöldið.

 

Kötturinn vildi ekki drepa rottuna sem vildi ekki naga kaðalinn sem vildi ekki hengja slátrarann sem vildi ekki slátra nautinu sem vildi ekki drekka lækinn sem vildi ekki slökkva eldinn sem vildi ekki brenna stafinn sem vildi ekki slá hundinn sem vildi ekki bíta grísinn sem vildi ekki hoppa yfir hliðið.

 

Vinnumálastofnun týndi skattkortinu mínu sem sendi það því ekki til féló sem sendi það því ekki til vinnumálastofnunnar sem sendi þó skattkort Árna en gleymdi svo að senda það tilbaka til Vinnumálastofnunnar sem varð til þess að það var dreginn af okkur skattur þrátt fyrir uppsafnaðann persónuafslátt sem þýddi símtöl og tilvísanir við hóp fólks sem hafði jafnvel aldrei komið í vinnuna í dag sem leiddi mig áfram að gjaldkera sem talaði ekki íslensku sem gaf mér samband aftur við starfsmann sem kom aldrei í vinnuna í dag.  Og engin finnast skattkortin.

 

Í leiðinni komumst við að því að námslánaumsóknin týndist í bankanum og þegar hún loks fannst og átti að faxa hana bilaði faxtæki bankans.

 

Bankinn tók svo líka tvær afborganir í einu útaf reikningnum.

 

Undirrituð eru því fullbókuð á morgun.

 

Þurfum að lyfta grís yfir hlið.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ji þú ert bara yndisleg!! Þetta er svona dagur sem maður á bara að draga fyrir og fara aftur upp í :-)

 Þið eigið sem sagt stórskemmtilegan "kerfisdag" fyrir höndum og þar með alla mína samúð! Þolinmæði mín dugar ekki mikið lengra en eina stofnun með eitt issjú.

Vona að ég verði svo heppin að fá að fljúga með þér í sumar, ég byrja í apríl!

kkv Björg

Björg (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 15:30

2 identicon

Kvöldið!

Þetta hljómar eins og brandarinn um það hvað er þess virði að ganga í finnska herinn.... langur en fyndinn!

Knús

Diddan sem er líka stundum fyndin LOL

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 18:14

3 identicon

hæ krútt :) loksins komst eg inn , geggjað að sjá ykkur ALLAR mæðgur í dag .Minni á loforð se tekið var í dag ............  ÖLL M'IN 'AST HEIM Í HREYÐRIÐ YKKAR  :)

villý (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:28

4 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Villý mín, ef ég gleymi hverju ég lofaði þá mun hún Bryndís Inga sjá um málið! Ástarkveðja til baka til ykkar og gaman að þú kíktir á okkur hér.

Kæra Björg takk fyrir innlitið, viðurkenni alveg að á svona dögum væri skynsamlegast að henda sér í bælið, sérstaklega þegar maður er orðinn svo ruglaður að maður veit ekki hvert maður var að hringja eða hvers vegna þegar maður loks fær samband eftir að hafa verið númer 17 í bið svo 16, svo 14, svo......

Sigrún það þýðir ekkert að veifa framan í mann brandara um finnska herinn án þess að klárann!

knús til ykkar allra og takk fyrir komuna

Kristín Bjarnadóttir, 9.1.2009 kl. 00:25

5 identicon

2 finnar sátu og voru að velta því fyrir sér hvort að þeir ættu að ganga í herinn. Annar sagði sem svo: Það kemur tvennt til greina, fara í herinn eða fara ekki. Ef maður fer ekki er ekkert með það en ef maður fer þá kemur 2 til greina. MAður lifir það af eða deyr. Ef maður lifir það af er ekkert meira með það en ef maður deyr þá kemur 2 til greina. Maður lætur brenna sig eða ekki. Ef maður lætur brenna sig þá er ekkert meira með það en ef maður lætur ekki brenna sig kemur 2 til greina. Jarðneskar leifar verða að trjám og verða annað hvort notaðar í eldivið eða pappír. Ef þær verða notaðar í eldivið er ekkert meira með það en ef þær verða notaðar í pappír kemur 2 til greina. Annað hvort fer pappírinn í bækur eða klósettpappír. Ef hann er notaður í bækur er ekkert meira með það en ef hann er notaður í wcpappír þá kemur 2 til greina. Annað hvort fer wc pappírinn inná kallawc eða kvennawc. Ef pappírinn fer inná kallawc er ekkert meira með það en ef hann fer inná kvennawc þá kemur 2 til greina. Annað hvort verður wcpappírinn notaður að framan eða að aftan. Ef hann er notaður að aftan er ekkert meira með það en ef hann er notaður að framan þá er það þess virði að ganga í herinn!!

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 08:55

6 Smámynd: Helena Leifsdóttir

...og hvernig gekk í dag að eiga við stóra bróðir ?
Ég sé fyrir mér svæsinn titil á næstu færslu, en hugsanlega gæti verið hér á ferðinni spennandi bók fyrir lesþyrsta mörbúa í næsta jólabóka-flóði.

Ja, hver veit...alla vega ertu yndislegur penni.

  Held áfram að lyfta ykkur upp í bænum mínum

Njótið helgarinnar !

Helena Leifsdóttir, 9.1.2009 kl. 21:32

7 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk Helena mín, það gekk svona líka vel.  Árna datt til hugar að fá útgefin ný skattkort í stað þess að leita að þeim týndu út um allan bæ, snilldarhugmynd og einfaldaði hlutina til muna.

Takk fyrir að hugsa til okkar.

kær kveðja í Garðabæinn.

Kristín Bjarnadóttir, 10.1.2009 kl. 13:34

8 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk Sigrún fyrir brandarann, var mikið búin að velta fyrir mér hvað væri mögulega virði þess að ganga í finnska herinn en þetta hafði mér ekki dottið til hugar!

Bestu kveðjur og stórt knús

Kristín Bjarnadóttir, 10.1.2009 kl. 13:43

9 identicon

Sæl og blessuð, vildi bara kvitta fyrir komuna!

Frábært að lesa blogginn þín, góður penni!  Átti svo sem ekki von á öðru

Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu, vona að það rætist úr þessu öllu hjá ykkur á nýju ári, Knús og hlýjar hugsanir ;)

Guðrún S. Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 13:49

10 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk Guðrún mín, gleðilegt ár með þökk fyrir þau gömlu!

takk fyrir að líta við og takk fyrir að kvitta það er svo gaman að vita hverjir nenna í heimsókn hingað

knús til þín

Kristín Bjarnadóttir, 10.1.2009 kl. 14:16

11 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

Árni er auðvitað snillingur ................ enda kolféllstu fyrir honum þarna fyrir 11 árum - knús í hús

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 10.1.2009 kl. 19:07

12 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Árni er mjög glaður með þetta komment Helga mín!  Bestu kveðjur til ykkar allra

Kristín Bjarnadóttir, 11.1.2009 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband