morgunsamskipti feðganna

Snorri (3) tók eitt af sínum aldurstengdu illauppalinn  fýluköstum í morgun, stundum hentar honum alls ekki að hlutirnir séu ekki eftir hans höfði.

Hann fær nú yfirleitt bara að eiga það við sjálfan sig, nema á morgnana þá verða allir að drífa sig af stað.

Árni reyndi að ýta á eftir honum með því að segja að nú yrði hann að koma, pabbi væri að verða of seinn í skólann en þá kemur:

"þú átt ekki að fara í skólann, þú átt að fara í vinnuna!"

Hvers vegna er honum ekki sama?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

RÚTÍNA - my dear - RÚTÍNA er það sem þau finna öryggi í og pabbi var vanur að fara í vinnuna en ekki í skólann  Svo yndisleg þessi blessuðu börn..........

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 5.2.2009 kl. 21:00

2 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

algjörlega og sérstaklega í þessu ástandi-þá virkar það ekki að eitthvað sé öðruvísi en vant er.  Hvað ætli hann segi þá þegar ég fer að vinna-hann hefur ekki glóru um að ég hafi einhvern tíma unnið.

Kristín Bjarnadóttir, 5.2.2009 kl. 23:31

3 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

Þá tekur hann nokkur góð þrjóskuköst á pabba sínum - sér í lagi ef þú vogar þér að láta þig hverfa yfir nótt í t.d. ameríkuflugi  "Nei, ég vill fá mömmu - hún á að hátta mig" oþh........

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 6.2.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband