Sóðasveinki

Bryndís er brjáluð.

 

Börnin gáfu Skyrgámi að venju skyr í nótt, enda sveinninn kominn langt að og svangur.

 

Og líkt og áður sóðaði hann allt út, gluggana, skóna og kinnina á Snorra.

 

En Bryndís kann ekki lengur að meta svona sóðaskap.  Enda orðin eldri og veit hvaða vinna liggur að baki hreinu herbergi.

 

Sver er hún gefur sóðanum ekki skyr að ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrund Traustadóttir

Synir mínir hafa einmitt lent í þessu. Ekki á hverju ári reyndar, það er eins og hann sé að flýta sér mismikið... En viðbrögðin við sóðaskap sveinka hafa yfirleitt verið undrun á sóðaskapnum, ég man fyrst þegar Andri lenti í þessu átti hann eiginlega ekki til orð

Hrund Traustadóttir, 19.12.2008 kl. 16:44

2 identicon

Hahahahaha það er eins gott að sveinkanum sem kemur á Holtið detti ekki svona vitleysa í hug. Birgir Freyr er nefnilega nýbúinn að telja í sig kjark og setja skóinn út í glugga... Hann hreinlega kunni ekki við svona næturheimsóknir og harðneitaði að setja skóinn út í glugga.. hann tók svo sveinka svona mátulega í sátt þegar hann hitti hann augliti til auglitis. En Jólasveinajólaserían er enn ekki velkomin í herbergi þeirra bræðra og helst ekki í húsinu heldur.

Skondið hvað mestu prakkararnir eru með mestu músarhjörtun.

Sigríður María Atladóttir (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband