Fundinn!

Snillingurinn sem ég leitaði að um daginn sást síðast í Póllandi 24.ágúst.

http://www.youtube.com/watch?v=pNqmZKTnFlk&feature=related 

Á þessu pólska melodífestivali má einnig sjá nákvæmar eftirlíkingar af skvísunum hans Roberts Palmers í Addicted to love.  Hver hafði hugmynd um að þær væru enn töff?

Fyrirgefið mér, ég bara varð að finna hann.

Man vel eftir myndbandinu og skrítið að nú er líf mitt nánast eins og söguhetjunnar. Fyrir utan að maðurinn hennar er með vinnu.

http://www.youtube.com/watch?v=dvJbUykTchc

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl Kristín - Dugmikla kona.
Ég var að renna yfir rærslurnar þínar til að kynnast þér betur. Sex manna fjölskylda, ungt fólk, yndislega falleg börn, stærra húsnæði fyrir krílin og lífsafkoman fyrirtækið farið. Árni farin að skipuleggja framtíðina útí heimi þrátt fyrir brotna litlu tá. Herforingi hann Árni þinn.

Samt ertu brosandi hugrökk kona sem berst áfram eins og ljónynja, ykkur mun leggjast gott til, ég ætla að biðja Guð að opna fyrir ykkur nýjar dyr til blessunar.


Kærleiks kveðja.
Helena

Helena Leifsdóttir, 16.12.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Hrund Traustadóttir

Fyndið að sjá Shakin´ eftir öll þessi ár  Ætli sé einhver sérstök ástæða fyrir því að hann er ekki sýndur í nærmynd sessi elska? Spurning líka, fyrst skvísurnar með gítarana þurftu ekki að vera með þá tengda í rafmagn, þurfti hljóðneminn hans endilega að vera það?

Hrund Traustadóttir, 17.12.2008 kl. 17:58

3 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Hrund, Stebbi hringdi í mig áðan og tjáði mér að hljóðneminn átti ekki að vera tengdur!  Hann fékk bara borgað fyrir að mæma.  En gaf í vegna þess að hann er fagmaður!

Sjónvarpsstöðin sem sendi beint út frá festivalinu er einkarekin og á aðeins eina vél.  Skýr krafa var um myndatöku úr sal, og ekki gerlegt fyrir myndatökumanninn að vera bæði í salnum og uppi á sviði með Stebba.  Hefur ekkert með útlit hans að gera eins og þú gefur í skyn.

Kristín Bjarnadóttir, 17.12.2008 kl. 22:57

4 identicon

Gaman að sjá að Pólverjar kunna og geta skemmt sér, sennilega að hluta til vegna fyrrum íslenska góðærisins sem hér ríkti um daginn. Verst að einhver hluti af peningunum okkar hafi ekki farið í tækjakostnað sjónvarpsstöðvarinnar.

 Ég veit ekki af hverju orðið þráhyggja kemur ofar og ofar upp í hugann eftir því sem ég sé fleiri færslur um hann Stebba góðkunningja þinn.

Ein hugmynd svona í lokin, við ættum kannski að nýta okkur alla reynsluna og þekkinguna sem við erum bugaðar af eftir nsk hjá henni Birnu og henda saman eins og einum dansi við lag eftir kauða. Alla vega skal ég mæta á fyrstu æfingarnar og leggja til sporið sem ég lærði.

Luv Helena.

Helena (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 23:32

5 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Helena þráhyggja er orðið!  Shaken heldur gleðinni gangandi á heimilinu.  Bjarni fer m.a.s inn á youtube og finnur kappann og allir dansa!

En ég get sagt þér það að það eru ekki bara við sem látum svona, fólk á hinum ýmsu stöðum á það til að heyra í Stebba, hann er t.d. spilaður daglega í verslun hér í bænum.  Í þeirri verslun vinna aðeins miðaldra karlmenn (þ.m.t afmælisbarn dagsins) sem dansa, þó ekki berir, innan um slípirokka og sláttuvélar enda lítið annað að gera þar þessa dagana.

Mæti með þér og tek SPORIÐ, hvenær sem er!

Kristín Bjarnadóttir, 19.12.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband