Jernbindere í Norge eller armerere í Sverige?

Árni er byrjaður að leita sér að vinnu úti.

Horfir hýru auga til Svíþjóðar og Noregs en helst langar hann að við flytjum til Chile.

Svo mikill er áhuginn að hann er bæði búinn að ná í fæðingarvottorð barnanna á spænsku og redda mér vinnu hjá Chile Air.

Gamlir vinir hans frá skiptinemaárunum eru boðnir og búnir að hjálpa flóttafólkinu og eru m.a.s búnir að heimsækja áhugaverðan kaþólskan skóla í Árnanafni.

Ég kafna við tilhugsunina.  Bæði úr hlátri, því ég get ekki ímyndað mér að bjóða farþega velkomna um borð í Tjillí Air en einnig af kvíða.  Sé ekki fyrir mér að standa ein í þessu lengst út í buska.

En Árni segir að við stöndum hvort eð er ein í þessu hér heima.  Og það er mikið til í því.  Hér lemja engir afar og ömmur á hurðina og við erum nánast í afmælissambandi við systkini Árna.  Systir mín býr af einhverjum ástæðum í Svíþjóð og bróðir minn býr samkvæmt Facebook í Los Angeles.  Sem gæti allt eins verið satt miðað við hvað við sjáum af honum.

Svona er þetta auðvitað hjá flestum.  Það hafa allir nóg með sitt.

En kannski er vissan um að við gætum leitað til þeirra nóg.  Nóg til þess að það hljómar mun betur í mínum eyrum að hann fari einn.  Þrátt fyrir að það væri ömurlegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvöldið Didda mín!

Þetta líf er skrítið, alltaf stendur maður frammi fyrir vali og stundum eru þau bæði skítleg!! En þú er vel gefin kona og ferð í gegnum þetta með fjölskyldunni þinni! Var að skoða myndirnar af börnunum þínum.. þvílikir gullmolar!

Knús til þín

Sigrún jóns 

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk Sigrún mín, ég sé auðvitað ekki sólina fyrir þeim

knús til þín sömuleiðis

Kristín Bjarnadóttir, 15.12.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hvað er í gangi hjá þér!! Ég hef auðvitað ekkert fylgst með. Ertu að fara að yfirgefa klakann?

Mér sýnist líka að það sé ekki stórfjölskyldunni fyrir að fara hjá þér dúllan mín

Jóna Á. Gísladóttir, 16.12.2008 kl. 11:18

4 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Planið núna Jóna mín er að reyna að sleppa við að fara sjálf en Árni fer ef hann fær vinnu þar áður en hann fær vinnu hér.

Menn verða nú að geta skaffað ofan í öll börnin sín.

Kristín Bjarnadóttir, 16.12.2008 kl. 22:48

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

já það er víst ábyggilegt. Þetta ástand er alveg hrikalegt. Og það virðast ekki vera mikil plön í gangi hja´hinum háu herrum að sporna við fótum fyrir fjölskyldurnar í landinu.

Gangi ykkur vel með þetta.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.12.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband