Staðið í bænum

Félagsþjónustan hefur tekið ákvörðun um að styrkja fjölskylduna um 160.000 kr.

 

Stóð eitthvað í þeim að húsmóðirin er með gildan ráðningarsamning og var henni nokkrum sinnum bent á að það væri VAL að vera í launalausu leyfi.  Sem betur fer tóku þau þó rökum eins og þeim að sú ákvörðun var tekin miðað við allt aðrar forsendur og að því er virðist í öðru lífi.

 

Merkilegt hvað þessi ráðningarsamningur, eins yndislegur eins og hann er, króar okkur af.  Því fyrir utan að standa í þeim hjá Féló get ég ekki heldur sótt um atvinnuleysisbætur.

 

Lítið svigrúm gefið fyrir að aðstæður geta breyst hjá fólki og þó ég hafi VALIÐ að vera heima og fara í nám, þá er sú ákvörðun tekin miðað við að Árni hafi vinnu og einnig þeim varnagla að ef við réðum ekki við þetta gæti ég farið fyrr að vinna.

 

Virkar fjarlægt og nánast barnalegt að gefa sér það að við hefðum vinnu og í mínu tilfelli nánast eftir hentisemi.

 

En þrátt fyrir að við séum mjög þakklát fyrir styrkinn er ljóst að hann dugir skammt fyrir 6 manna fjölskyldu og eru því vonir enn bundnar við námsárangur húsmóðurinnar.  Námsárangur sem veitir aðgang að blessuðu námsláninu sem enginn hafði látið sér detta til hugar að VELJA í fávísum forkreppuheimi.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Didda mín

 Þú átt að fara í gegnum þessi próf með glans, fengir 11 ef sú einkunn væri í boði og þú kærðir þig um.

 Knús - Hulda

Hulda (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 22:17

2 identicon

Er þetta ekki allt spurning um val? Hvernig við lifum, hvar við búum, í hvað við eyðum peningunum okkar, hvar við vinnum, hvenær við förum í nám..ofl.

Vinkona (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:11

3 Smámynd: Hrund Traustadóttir

Það er auðvitað rosalega mikið 2007 að velja að fara í nám og velja að vera í launalausu leyfi svo ég tali ekki um að velja að búa í stóru húsi, en eins og þú segir í færslunni eru þessar ákvarðanir teknar að því er virðist í öðru lífi og voru góðar ákvarðanir miðað við aðstæður á þeim tíma.

Knús til ykkar

Hrund Traustadóttir, 12.12.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband