Viðspyrnan

Já stundum þarf að ná botninum til að geta spyrnt sér upp aftur.  En ég sé eftir að hafa auglýst botnfall mitt á þessum vettvangi.  Það stjórnaðist af eigingirni og reiði.

 

Rétt er að taka fram að í síðustu færslu talaði ég aðeins fyrir sjálfa mig en ekki í nafni okkar beggja líkt og hingað til.  Árni fer ekki bombuleiðir enda kannski meiri bumba en bomba.

 

En án þess að ég ætli að halda því fram að ég hafi með þessu stungið á þjóðfélagslegt mein þá hefur fjöldi fólks haft samband við mig í framhaldi og haft svipaða sögu að segja.  Finnst auka á álagið að þurfa sífellt að réttlæta stöðu sína og það jafnvel gagnvart sínum nánustu.

 

Þarf jafnvel að verja áhyggjur sínar.  Sé reglulega bent á að þetta sé nú ekki það versta sem geti komið fyrir.  Það séu allir á lífi, við hestaheilsu og ekki á götunni.  Ennþá.

 

Gleymist að öllu hugsandi fólki sem bera ábyrgð á öðrum en sjálfum sér ber skylda til að vera áhyggjufullt.  Aðeins þannig nær það að horfast í augu við stöðuna og mögulega lágmarka skaðann.

 

Auðvelt að segja að maður eigi ekki að láta þetta ná til sín, erfiðara í reynd.

 

Við þurfum að fyrirgefa.  Hvort öðru og ekki síst okkur sjálfum.

 

Fyrirgefa okkur fyrir að taka þessar ákvarðanir, hætta að draga upp að við hefðum átt að átta okkur á þessu eða hinu.  Við tókum öll góðar og gildar ákvarðanir miðað við forsendur og ráðleggingar.  Það stendur.  Auðvelt að vera vitur eftir á.

 

Svo eru alltaf einhverjir sem þurfa að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að hafa misst af ballinu.

 

En annars hef ég alltaf lagt mikið upp úr því að standa við það sem ég segi.  En þetta eru skrítnir tímar sem við lifum á, allt er í uppnámi, þar með talin persónuleg gildi fólks.  Ég ætla því að ganga á bak orða minna og hætta við að hætta að blogga.

 

Ég biðst afsökunar á því að hafa tekið reiði mína út á ykkur.  Ykkur sem gefið ykkur tíma til að kíkja hér við.  Er mjög þakklát fyrir öll hlýju orðin hér á síðunni, í símtölum, emailum og á facebookinni.

 

Einhvers staðar heyrði ég að maður tengdist umheiminum með því að deila litlu atriðunum í lífi manns.  Síðustu daga hef ég verið mjög vel tengd.

 

Ég lofa að öskra í kodda næst.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að sjá þig aftur hérna ég læt sem að sé búin að þekkja ykkur hjónin í mörg ár hehe.En það er gott að lesa hjá hjá þér hvernig að lífið gengur hjá normal fólki þá á ég við meðal Gunnu og meðal Jón sem er að takast á við lífið án þess að skammast út í aðra, og ég trúi ef að ástandið lagast í landinu þá verður það hjá ykkur.Ég vill ekki vera væmin en ég les aftur og aftur bloggið hjá þér til að sefa reiðina hjá mér á ástandinu sem ríkjandi núna og til að minna mig á.Vona að þið hafið sem allra best miðað við ástandið og að þú verðir dugleg að blogga kveðja Baldurb

baldur b (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:46

2 identicon

Stundum bara þarf maður að öskra.

Ég bara kem varla orðum að öðru en þú finnur orðin sem ég vil segja...

Sigríður María Atladóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:09

3 identicon

Elsku Didda!

Þú hefur alltaf verið ein af gáfuðustu vinkonum mínum (þori ekki að segja gáfaðasta því svo margar af hinum vinkonum mínum lesa bloggið þitt!) Þú veist að það er ekki alltaf hægt að vera fyndinn. Stundum er maður bara pissed og ef maður er almennt jákvæður og léttur í lund, þá er eins og fólk fái hland fyrir hjartað ef maður þusar smá! Hvað er málið með það?? Held að það megi fjúka aðeins í þig eins og aðra. Kommon, ef við þusum ekki við og við endum við eins og Ace Ventura í fósturstellingu í sturtunni stynjandi: "find a happy place!" Ekki öskra í kodda, öskraðu hér og þá getum við hin öskrað með þér í kommentunum..

Það skiptir kannski ekki máli af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru, skítur skeður og við bara reynum að klóra okkur frammúr því. Gæti ekki verið meira sammála Ástu Kristínu vinkonu sem kommentaði á síðustu færslu hjá þér: hvernig áttum við eymingjarnir að vita betur en sérfræðingarnir í bankanum!! So there. Þessvegna eru hlutirnir svona, af því að við hlustuðum á sérfræðingana, enda hvað var annað hægt?

Auðvitað reynir maður að vera jákvæður og í mínu tilfelli reyni ég stundum að vera bara blondínan sem ég er í rótina og hugsa: þetta reddast! Þess á milli er ég 2 og stundum 3 barna móðir, ólétt og námsmaður og það er ákkúrat þá sem að ég fer að anda í poka.

Mér finnst þú æði. Dugleg. Hetja. Og ekki bara vegna þess að þú gekkst með og fæddir 4 börn eins og að drekka vatn heldur líka af því að þú ert svo heil og góð manneskja. Það ættu allir að eiga vinkonu eins og þig :)

knús, Harpa Hjartar

Harpa Hjartar (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:10

4 Smámynd: Hrund Traustadóttir

Ójá  sammála síðasta ræðumanni. Það ættu allir að eiga vinkonu eins og þig Didda mín  Ég hef ekki nema 30 ára reynslu  

Luvya

Hrund Traustadóttir, 27.1.2009 kl. 17:55

5 identicon

Kvöldið Diddan mín!

Þú átt undir öllum kringumstæðum að blása hérna út á þessu bloggi. Ekki ertu að meiða einn eða neinn heldur ertu að segja það sem við mörg vildum gjarnan segja!

Harpa!! þú rétt slappst þarna!!

Bloggaðu góða vinkona bloggaðu!

Knús

Diddan sem les bloggið þitt aftur og aftur

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 19:35

6 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

Vildi að þú værir vinkona mín - læt mér nægja að við séum svona "skávinkonur" og hittumst á heimili sameiginlegs vinar - ÞÚ ERT ALVEG FRÁBÆR

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 27.1.2009 kl. 20:44

7 identicon

Elsku Didda mín, þetta er góð spyrna hjá þér ;)

Þú ert bara alveg með'etta - frábær vinkona!

Borghildur (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:26

8 identicon

Sæl Didda

Ég vil endilega að þú haldir áfram að blogga hér inni, hef lesið frá upphafi og mun halda áfram að lesa svo lengi sem þú nennir að skrifa. Þú ert alveg frábær penni! Eins og svo margir hafa sagt þá ertu að segja það sem við hin viljum heyra og taka undir með. Öskraðu bara eins hátt og þú getur. Vona að þið hafið það gott miðað við ástand. Vona að krakkarnir munu skemmta sér vel með Ey & H um helgina!   

Kveðja Sigga mamma Ey.

Sigríður Helga (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:15

9 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Kæru góðu VINIR mikið óskaplega eruð þið góð við mig!  Þvílikt og annað eins.  TAKK  Langar að skrifa eitthvað ótrúlegt flott og skemmtilegt á móti en það kemur bara ekkert.....er orðlaus-já undin gerast.

Takk fyrir að gefa ykkur tíma til að líta hér við, takk fyrir hvatninguna, og takk fyrir vináttuna.  Gott að vita af ykkur þarna úti

Kristín Bjarnadóttir, 28.1.2009 kl. 21:12

10 identicon

Sæl Didda mín - ég hef nú kíkt á síðuna þína nokkrum sinnum og mikið er ég nú glöð að þú er hætt við að hætta við. Það er svo gott að lesa skrifin þín, líka þegar þú verður reið yfir þessu öllu saman. Keep up the good work girl ;-)

Sigrún Harpa.

Sigrún Harpa. (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 23:19

11 identicon

Elsku Didda

Það er mjög eðlilegt að vera mannleg og langar mig til að halda því áfram. Þú hefur allan rétt á því að vera reið og láta heyra í þér.

Þú gerir það líka svo vel! Aðrir mættu taka sér þér til fyrirmyndar

Ásta (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 14:26

12 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk kærlega stelpur mínar.

Gaman að sjá þig hér Sigrún Harpa, takk fyrir að kvitta

Kristín Bjarnadóttir, 30.1.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband