Óvissuferð

Venjulega upplifi ég áramót með gleði í hjarta.  Nýtt ár ber með sér ný tækifæri, ný ævintýri mín og minna.

Nú líður mér eins og ég sé efst í risastórum rússíbana.  Rétt áður en maður steypist niður hæstu brekkuna á ógnarhraða.

Á andartakinu þar sem manni finnst maður vera laus í beltinu.  Getur ekkert gert nema skorðað sig af, haldið niðrí sér andanum og beðið þess sem koma skal.

Óvissan.

En þó ég kastist upp og niður, til hliðar og á hvolf, niður í myrkustu göngin, upp í erfiðustu flækjurnar, skal ég halda mér þar til hnúarnir hvítna, garga þangað til ég kem ekki upp hljóði.

Standa svo upp úr sætinu og hlæja.

Jafnvel geðveikislegum taugaveiklunarhlátri.

Fegin að ferðin sé búin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Fröken,frú Kristín...dramatískt ertu!
Rússibana líkingin er nokkuð góð þú færð stig héðan úr Garðabænum.
Hjartanlega sammála þér með 2009 örugglega margir með hvíta hnúa við tilhugsunina.
Ég fór út á hól eftir Bang..bang og stjörnuljósið og blés í hornið mitt ( Shofor) síðan las ég hátt og skírt yfir trén og Arnarnesvoginn orð eða fyrirheiti Jesja 60;1-20 bls.756 í bókinni góðu.

Leyfði mér að setja Ísland inn á sumum stöðum án þess að fá hnút
í magann, leyfði mér að trúa á kraftaverk!

Enn og aftur;  Gæfa og náð fylgi ykkur á nýju ári.
Helena

Helena Leifsdóttir, 2.1.2009 kl. 13:07

2 identicon

Kvöldið Didda mín!

Gleðilegt ár og 1000 þakkir fyrir þau gömlu. Þú lýsir því vel þegar þú hlutgerir komandi ár sem rússíbana!( ekki það að þú hafir átt í vandræðum með lýsingarnar)  Heyrði frasa um daginn: ,,Það er ekkert víst að það klikki" en svo mikið veit ég að þú hefur gott tak á þessum rússíbana, þ.e. þú hefur mikla getu til að takast á við það sem lífið flegir í fang þitt!

Stór knús til ykkar og ég strengdi þess heit um áramótin að hitta oftar vel gert og skemmtilegt fólk svo að þú ert í stórhættu!!

Knús

Diddan sem er eldri

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 20:59

3 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk Tinna mín, ég veit nákvæmlega hvað þú meinar, fór líka í gegnum huga minn, bara ljúka þessum áramótum af.  Skrítið að upplifa svona blendnar tilfinningar sjálf en upplifa einlæga gleði barnanna.  Og maður smitaðist og skemmti sér með, en samt með þetta tak í hjartanu.

Gleðilegt ár!

Kristín Bjarnadóttir, 3.1.2009 kl. 00:52

4 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Kæra Helena, frú Kristín er það já.  Við gengum í hjónaband fyrir rúmum tíu árum síðan, þegar ég var gengin 3 mánuði með fyrsta barnið okkar.

Dramatíkin allsráðandi já.  Veit það ég er frekar döpur þessa dagana.  En það þyrmir líka svolítið yfir mann um mánaðamót.

Takk fyrir hlý orð og gott að þú fylgist með okkur.

Gleðilegt ár.

Kristín Bjarnadóttir, 3.1.2009 kl. 00:56

5 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Elsku Sigrún mín, komdu fagnandi!

Ágætt að minnast þó á það hér að ég kemst ekki á fundinn á miðvikudag verð að mæta í skólann.

1000 þakkir fyrir þau gömlu líka, og fyrir samhug í verki

 Gleðilegt ár!

knús Didda hin yngri

Kristín Bjarnadóttir, 3.1.2009 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband