Mánudagur til mæðu

Hlaut að koma að því.  Eins og við erum nú að reyna að vera bjartsýn þá auðvitað koma svona dagar inn á milli.

Það styngur allt.

Ekki síst að sjá allt of stóra slummu fara út af bankareikningnum.

Vélarnar hans Árna boðnar upp í dag, hans virðist ok með það en hlýtur að vera mjög skrítin tilfinning.  Að standa í verksmiðjunni og fylgjast með fólki bjóða í vélar sem hann batt miklar vonir við.  Sjá fyrirtækið leyst upp.

Fór til féló í síðustu viku og viðkomandi starfsmaður hefur ekki einu sinni fyrir því að svara beiðninni.  Áttum að fá svar síðasta fimmtudag en hún hringdi ekki og svarar ekki skilaboðum.  Fékk nú líka mest á tilfinninguna að við teldumst í sjálfskaparvíti.

Skrítin staða og vond.

Ekki mikið meira um það að segja.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sendi risaknús til ykkar.  Kíki alltaf reglulega hér við til að fylgjast með ykkur. Kveðja úr Ennishvarfinu

Dagmar Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 21:52

2 identicon

Þetta eru súrrealískar stundir.

Risaknús ti ykkar flotta fjölskylda!

Borghildur (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 00:25

3 Smámynd: Hrund Traustadóttir

Knús til ykkar kæru vinir

Hrund Traustadóttir, 8.12.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband