Nám er vinna

Skrítið hvernig hlutirnir þróast.  Mig hefur langað í nám í mörg ár.  Fann aldrei neitt sem mig langaði að læra en ákvað á endanum að drífa mig bara samt.

 

Ætlaði að taka þetta bara rólega, sjá hvernig gengi.  En allt í einu er námsmaðurinn undir gífurlegri pressu sem eina fyrirvinna heimilisins.  Skiptir öllu máli að ná til að fá námslánin.

 

Samkvæmt framfærslutöflu miðað við 3 börn, ekki er gert ráð fyrir að námsmenn eigi 4 börn, ættum við að fá 800000 í lán fyrir haustönnina, sem er frábært.  Þori varla að trúa því ennþá, enda ekki búið að afgreiða lánið og ekki búið að ná prófunum.

 

En það myndi hjálpa heilmikið til.

 

Árni er kominn með vinnu við 2 hús eftir áramót.  Frábært og æðislegt en virkar frekar ósennilegt að af verði ekki satt?  En við vonum það besta.

 

Bryndís (9) er búin að vera hvumpinn upp á síðkastið.  Fyrst velti ég fyrir mér hvort hún væri að ganga inn í gelgjuna alltof snemma en svo finnst mér líklegra að ástandið sé að ná til hennar.  Við höfum auðvitað reynt að hlífa þeim við þessu öllu en hún hefur alltaf verið ótrúlega dugleg í að lesa í líðan okkar og ósögð orð.

 

Auðvitað verður hún vör við breytingu þótt við látum eins og allt sé í himnalagi.  Er ekkert vön því að pabbi hennar sé heima allan daginn og getur alveg sagt sér sjálf að ef hann er ekki í vinnu fær hann engin laun.

 

Eins líka hlýtur að hafa áhrif að ef hún stingur upp á einhverju sem kostar peninga er svarið alltaf nei.  Ekki nei ekki núna eða nei seinna.  Bara NEI.  Og þótt mig langi ekki að viðurkenna það fylgir svarinu eflaust einhver tilfinning, eitthvað vonleysi, einhver leiði sem er óvenjulegur og hún áttar sig á.

 

Spurning um að taka upp á því á gamals aldri að lofa upp í ermina á sér, ýta hlutunum á undan sér og vona að uppástungurnar gleymist.

 

Takk annars öll fyrir að lesa okkur og kvitta, gott að fá kveðjur frá ykkur öllum.

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Námið er vinna og lífið er skóli, mitt motto, það sem drepur mig ekki herðir mig.

Sævar Einarsson, 24.11.2008 kl. 17:30

2 identicon

Frábær mottó!  fæ það lánað hér með:)

Didda (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 19:49

3 identicon

Frábær lesning, allt saman.

kbh

Katrín Brynja (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:20

4 identicon

Veit að þú masterar fyrirvinnuhlutverkið!

Bestu,

B.

Borghildur (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:42

5 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

þið duglega og jákvæða fólk - dáist að ykkur og vona svo innilega að þú náir tilsettu marki svo lánið skili sér í hús - ekki það að lán þarf að borga tilbaka en maður horfir framhjá svoleiðis smáatriði þegar fata og fæða þarf fjögur börn - gangi þér vel

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 27.11.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband