má ég fá að sjá peninginn?

Ég vann í sjoppu með menntó.  Iðulega komu þar inn lítil sæt kríli sem horfðu stórum augum á allt góðgætið.

 

Sum þorðu að tala meðan önnur bara bentu.

 

En öll langaði í.

 

Eitt lítið kríli benti og benti og ég tróð og tróð  í poka.  Lagði og lagði saman í hausnum, tveir hlaupkallar, tvær gúmmisnuddur, 3 sleikjóar.

 

Þegar krílinu fannst komið nóg og bar sig eftir pokanum kom í ljós að það hafði ekki hugmynd um eðlilega verslunarhætti.

 

Góndi bara á þessa konu sem sleppti ekki pokanum.

 

Var auðvitað ekki með pening.  Vissi varla hvað það var.

 

Þetta gerðist bara einu sinni.  Eftir þetta spurði ég alltaf: “ má ég fá að sjá peninginn?” áður en ég byrjaði að telja í pokann.

 

Árni, í sjálfspíningarkasti, sendi fyrirspurn á kínverskt fyrirtæki um verð á járnavélum. 

 

Svarið kom um hæl.  Stutt lýsing á vélununum, verðupplýsingar og eitthvað vesen með EC merkingu.

 

Svo stóð:  “No offense, but due to the economy situation in Iceland, can we deal by T/T (wire transfer) instead of L/C?  30% down payment and remaining balance before shipment all by wire transfers, can yo accept our payment term?”

 

Má ég fá að sjá peninginn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú sprakk ég úr hlátri!

Katrín Brynja (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband