Bjargræðið
29.1.2009 | 10:43
Ég hef engan áhuga á stjórnmálum. Finnst þau leiðinleg. Enda finnst mér flest það leiðinlegt sem ég botna ekkert í.
Ég botna til dæmis ekkert í að helmingurinn af VANHÆFri RÍKISSTJÓRN sé allt í einu ofsalega hæf núna.
Né því að sá flokkur sem mest hefur talað um að vita ekkert, hafa ekki fengið neinar upplýsingar, vita hreinlega ekkert hvernig staðan er, sé nú flokkurinn með lausnirnar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:48 | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr ;)
Ingibjörg Steindórsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 11:08
Hehehe
Góðir punktar
Ásta (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 14:31
Vá hvað ég er sammála Enda hefði hin ríkisstjórnin bara átt að fá að hanga þarna fram á vor eins og þau hafa gert hingað til. Ný ríkistjórn nær ekki að komu neinu gagnlegu í verk á þremur mánuðum, mánuðum sem fara síðan að miklu leyti í kosningabaráttu. Öss. Þetta er ekkert annað en farsi sem settur er fram á okkar kostnað, sbr. t.d. biðlaun þeirra ráðherra sem nú víkja.
Arrrrrg
Hrund Traustadóttir, 29.1.2009 kl. 18:13
Mikið er ég hjartanlega sammála þér þarna þetta er bara óþarft peningaaustur og bull að standa í þessu núna bara til að koma ríkisstjórninni frá fram á vor. Og mikið er ég ánægð að þú ákvaðst að halda áfram að blogga:) Sammála Hörpu Hjartar með það að endilega garga á okkur hér ef þú þarft að pústa! Við veljum að lesa:)
Ásta Kristín Svavarsd. (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 18:23
Stutt en hnitmiðuð færsla, segir allt sem segja þarf Kristín mín, verst hversu fáir eru að kveikja á sannleikanum. Ég hef ákveðið að slökkva á öllum miðlum nenni ekki að hlusta á frelsis-lausnir nýrrar rsk.stjórnar - Þessvegna setti ég inn eitt af uppáhaldslögunum mínum inná bloggið mitt til að gleðja sálartetrið.
Er ekki annars yndislega fallegt núna þarna uppfrá hjá ykkur kotbúum við vatnið ? Garðurinn minn er eins og jólakort.
Kær kveðja úr Garðabænum
Helena Leifsdóttir, 29.1.2009 kl. 18:34
Takk stelpur!
jú hér er allt á kafi í fallegasta jólasnjó sem hugsast getur, maður horfir út um gluggann og tekur myndir í huganum.
góða helgi allar saman
Kristín Bjarnadóttir, 30.1.2009 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.