Logið á haustönn

Fór í dag að fá staðfestingu á skólavist í því skyni að fá endurgreidd leikskólagjöld.

 

Starfsmaður þjónustunnar tekur sér penna og miða í hönd og spyr mig:”Hverju laugstu í haust?”

 

Þegar ég svara engu spyr hún aftur:”Hverju laugstu?  Ég þarf að vita hverju þú laugst!”

 

Þegar ég enn svara engu verður hún óþolinmóð og bætir við:”Ég þarf að fá að vita hverju þú laugst-ekki veit ég það!”

 

Ég var að fara að svara að ég hefði ekki hugmynd um það heldur, að ég gerði mér far um að vera heiðarleg og teldi mig hafa komið hreint fram gagnvart stofnuninni þegar vinkona mín blandar sér í málið.

 

Á meðan þær töluðu um einkunnaskil úr prófum og hvaða áföngum væri lokið rann upp fyrir mér ljós.

 

Starfsmaðurinn hafði sagt:”hverju laukstu í haust!”

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl!

Hef lesið nokkrum sinnum en er að kvitta í fyrsta skiptið..

Takk fyrir að deila með okkur þínu lífi!

Gangi þér og ykkur sem allra best..langaði að forvitnast hvar maður hittir fólk sem talar svona óskýrt?!? þ.e. gæti alveg hugsað mér að fá eitthvað endurgreitt af þessum leiksskólagjöldum þar sem atvinnuleysisbæturnar eru ekki uppá marga fiska eftir samtíning af launalausum mánuðum og 50% starfi í fluginu svona þegar kallinn hafði vinnu og maður gat leyft sér svoleiðis lúxus!

Mbkv,

Guðrún

Guðrún (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 22:57

2 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

hæ Guðrún, takk innilega fyrir að kíkja í heimsókn

já 50% starf og launalaus leyfi, aldrei hefði maður trúað að það kæmi svona í bakið á manni.  Ákvarðanir teknar miðað við allt aðrar aðstæður, þegar maður hélt að maður hefði efni á að leyfa sér að vera heima með börnunum sínum.

Leiðinlegt að heyra af stöðu ykkar, en vona að þið eigið góða að sem geta létt undir með ykkur.  Og getið treyst á hvort annað

Ég er ekki viss um að starfsmaður þjónustuvers Menntavísindasviðs Háskóla Íslands tali svona óskýrt, ég er snillingur í að misheyra og misskilja.  Hún er eflaust mjög skýrmælt og greinileg enda átti vinkona mín ekki í neinum vandræðum með samræður við hana.

Skemmtileg einmitt í þessu samhengi að ég hef einmitt nýlokið Háskólaprófi í faginu TALAÐ mál og ritað, spurning hvort ég þurfi ekki að fara aðeins betur í TALþáttinn!

Bestu kveðjur, Didda

Kristín Bjarnadóttir, 5.1.2009 kl. 23:24

3 identicon

Þú ert fyndin Didda!

Borghildur (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 00:03

4 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk Borghildur!  En ég er held ég bara svona vitlaust og fattlaus.

Sammála Tinna, held þú hafir búið þarna til nýjan málshátt "betra er að ljúka en ljúga!"  Spurning um að skrifa þetta á kröfuspjöldin!

kveðja Didda

Kristín Bjarnadóttir, 7.1.2009 kl. 13:05

5 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl,

Manstu eftir umræðunni um fósturgreiningu? Melkorka var að skrifa í Gestabókina mína áhugaverð lesing !
Annars allt gott úr Garðabænum, skemmti mér vel yfir þessari færslu þinni og hugsaði kannski var þessi að vestan eða þá að þú þarft heyrnartæki 

Helena Leifsdóttir, 7.1.2009 kl. 20:20

6 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

Það er alveg örugglega spurning um heyrnartækið en ég skil misskilninginn enda verið að reyna að kría út pening..........  í formi afsláttar af leikskólagjöldum - alveg drepfyndinn misskilningur og ég hugsaði í miðri lesningu - "hvernig ætlar hún að bjarga sér úr þessu?" ha,ha,ha,ha....

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 8.1.2009 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband