Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

morgunsamskipti feðganna

Snorri (3) tók eitt af sínum aldurstengdu illauppalinn  fýluköstum í morgun, stundum hentar honum alls ekki að hlutirnir séu ekki eftir hans höfði.

Hann fær nú yfirleitt bara að eiga það við sjálfan sig, nema á morgnana þá verða allir að drífa sig af stað.

Árni reyndi að ýta á eftir honum með því að segja að nú yrði hann að koma, pabbi væri að verða of seinn í skólann en þá kemur:

"þú átt ekki að fara í skólann, þú átt að fara í vinnuna!"

Hvers vegna er honum ekki sama?


Flugfreyjustjórnin

20% nýrrar ríkisstjórnar eru flugfreyjur.  Að minnsta kosti í hjarta sínu.

 

Þetta getur ekki klikkað.

 

Því ef það er eitthvað sem flugfreyjur kunna er það að vinna undir álagi-í kappi við tímann.  Þær búa yfir ótal aðferðum til að gera stóru vandamálin agnarsmá.

 

Iss kreppan er bara osl-sto-osl með troðfulla vél á háannatíma.

 

Þær eiga pottþétt eftir að klára daginn þannig að allir ganga brosandi frá borði.

 

Vona bara að þær skilji ekki vélina eftir í rúst............

 

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband