Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Franskur fréttamaður
Sæl Kristín! Ég heiti Siggi og er bróðir hennar Tótu. Ég sá í bloggi þínu um daginn að þú hafðir fengið heimsókn frá finnskum fréttamanni. Því datt mér þú og Árni í hug í síðustu viku þegar franskur fréttamaður að nafni Gilles Darbord hafði samband við mig í tölvupósti hér í vinnunni hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík. Hann var að grennslast fyrir um hvort ég gæti bent honum á fólk sem hefði farið illa út úr kreppunni. Hann var í byrjun náttúrulega fyrst og framst að leita að eldri borgurum sem lent hefðu í erfiðleikum en í skrifum okkar á milli nefndi ég ykkar tilfelli og nú hefur hann áhuga á að eiga við ykkur viðtal. Hann er væntanlegur til landsins 19. mars. Væruð þið til í að hitta hann og segja frá ykkar aðstæðum? Kveðja,Siggi Einarss.
Sigurður einarsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 4. mars 2009
Flottust
Blessuð mikið er ég stolt af þér og þínum þið eruð öll hetjur. Það mættu vera til fleiri svona jákvæðar og glaðar manneskjur eins og þú og þínir. Bara spíta í lófana og halda áfram. kv. Sundkellurnar
Sóley Einars. (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 3. mars 2009
Bestu framtíðaróskir.
Sæl Kristín og fjölskylda. Við hjónin sáum viðtalið við þig, og dáðumst að hugprýði þinni. Vorum sjálf í þessari stöðu fyrir 40 árum. Það var hræðilega erfitt meðan á því stóð. Það er mikilvægt að halda utanum hvort annað og fallegu börnin ykkar. Og ekki síst að vera svona jákvæð eins og þú ert. Gangiykkur sem best. SBG
Svava Björg Gísladóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 10. feb. 2009
Kveðja
Hæ Kristín og fjölskylda, Dapurlegt að heyra hvernig staðan er hjá ykkur þessa dagana en ég dáist að þér að vera opin og heiðarleg með þetta allt saman. Óskum ykkur alls hins besta í þessum hremmingum og hlökkum til að sjá þig um borð sem allra fyrst. Sigrún og Ásgeir (SBI og ASG)
sigrún (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 9. feb. 2009
Blessun frá danmörku
Sæl Kristín og fjölskylda. Sð viðtalið á netinu og vil óska þér og fjölskyldu alt gott héðanfrá. Þetta á allt eftir að reddast.. Eins og mamma sagði altaf við mig.. þetta lagast áður enn þú giftir þig. Sama gyldir um ástandið í dag. kveðja Sigurjon Páll Jónsson mail: mail@bestoficeland.dk
sigurjon (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 9. feb. 2009
Blessun frá danmörku
Sæl Kristín og fjölskylda. Sð viðtalið á netinu og vil óska þér og fjölskyldu alt gott héðanfrá. Þetta á allt eftir að reddast.. Eins og mamma sagði altaf við mig.. þetta lagast áður enn þú giftir þig. Sama gyldir um ástandið í dag. kveðja Sigurjon Páll Jónsson mail: mail@bestoficeland.dk
sigurjon (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 9. feb. 2009
Takk
Takk Kristín, Þessi lesning var holl og ætla ég að fylgjast með þér héðan í frá. Þú virkar heilsteypt og skynsöm. Ég ber mikla virðingu fyrir þér, að halda úti þessu bloggi, að eiga 4 börn, að vera í námi og foreldraorlofi... greinileg ofurkona. Kveðja Þórdís Sumafreyja
Þórdís (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 9. feb. 2009
Við erum stoltar.
Við fylltumst stolti þegar við horfðum á viðtalið við þig og erum hreyknar af að eiga vinnufélaga eins og þig. Hlökkum til að sjá þig í vor. Gangi ykkur vel. Erna Friðfinns. og Greta Önundar.
Erna Friðfinnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 9. feb. 2009
Flottust
Mikið var þetta flott viðtal við þig, sammála Berglindi hvað þetta var skýrt og skorinort. Gangi ykkur sem allra best :-) Lauga
Sigurlaug Kristjánsdóttir, sun. 8. feb. 2009
flugfreyja
Sæl Kristín, stóðst þig vel í fréttaaukanum í kvöld. Svo sannarlega ekki auðveldasta staða sem þú ert. Glæsilega fjölskylda, óska ykkur alls hins besta og veit að þú ferð langt á þinni jákvæðni Kristín mín. Sjáumst í sumar. !!! Baráttukveðjur, Margrét Halldórs.
Margrét Halldórsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 8. feb. 2009
Alltaf stendurðu þig jafn vel
Hæ sæta. var að kíkja á viðtalið við þig. Komst öllu frábærlega vel og málefnalega frá þér - eins og alltaf. Takk innilega fyrir samtalið um daginn :-) B.lind xxx
Berglind Skúladóttir Sigurz (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 8. feb. 2009
Hetjan mín
Sæl Didda mín. Við hjónin horfðum á þig áðan í sjónvarpinu og hreint út sagt sátum eftir með kökkinn í hálsinum. Þú ert stórkostleg kona og átt auljóslega yndislega fjölskyldu. Fyrir 15 árum síðan áttum við í miklum erfiðleikum en náðum okkur vel á strik eftir að við tókum á hlutunum af skynsemi. Þú getur allt sem þú vilt. Guð og gæfan veri með ykkur og hlakka til að sjá þig í vor. Kær kveðja Hrefna Hrólfsdóttir
Hrefna Hrólfsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 8. feb. 2009
Góð skrif
Uppbyggjandi að lesa skrifin þín - haltu endilega áfram.
Herdís (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 8. feb. 2009
Flott hjá þér, Kristín
Mikið er ég stolt að eiga svona frænku. Þú stóðst þig frábærlega í sjónvarpinu. Verst að ég skuli ekki vera að kenna Árna á þessu misseri í sagnfræðinni. Gangi ykkur öllum sem allra best, Anna (Agnarsdóttir)
Anna Agnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 8. feb. 2009
Dugnaður
Kæra Kristín Jákvæðni þín og útgeislun er eitt af því sem maður hefur tekið eftir í þínu fari, viðtalið við þig í sjónvarpinu áðan sýnir dugnað þinn og baráttuvilja. Gangi ykkur vel Amý (flugfreyja í uppsögn :-))) )
Amý þórðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 8. feb. 2009
Kveðja
Sæl Didda mín, mikið er gaman að heyra frá þér. Og takk fyrir heillaóskirnar:) Mikið átt þú fríðan og föngulegan hóp! Kv. Lóa
Edda, Fríða og Ásta Lóa, sun. 7. des. 2008