Á nýjum stað

Jæja þá erum við að færa okkur um set, á nýjan vef og á nýjum forsendum.

 

Við erum í svipuðum sporum og flestir í þjóðfélaginu í dag. Höfum það hvorki verra né betra og varla frá neinu að segja sem viðkemur upprunalegum tilgangi Reisubókarinnar, þeim að veita innsýn í líf venjulegrar fjölskyldu á óvenjulegum tímum.

 

Þess vegna kom aldrei til greina að hafa hér almennar vangaveltur eða léttmeti.

 

En mig langar að skrifa.

 

Ég vona að þið fylgið okkur áfram þótt á annan hátt sé og ég læt vita nánar þegar allt er tilbúið.

 

Bestu kveðjur til ykkar allra xxxxx

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl Kristín

Gaman að sjá að þú ætlar að halda áfram að skrifa. Þú ert góður penni sem kemur með blogg sem fær mig og væntanlega fleiri til að hugsa!

Hlakka til að sjá hvert þú ferð :)

kv.Lilja

Lilja (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband