Heima og að heiman

Skrapp aðeins út í morgun.  Ég vakti Bjarna (8) sem var ennþá sofandi og sagði honum hvert ég væri að fara og hvað ég yrði lengi.

Þegar ég kom heim var miði á hurðinni.

Hvar varst þú?

Ef ég verð ekki heima þá er ég hjá Birki en ef ég verð heima þá er ég heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rökfræði 8 ára barna er dásamleg og það er bara ekki hægt annað en dást að þessum skilaboðum drengsins sem vildi vera viss um að mamma skildi þetta nú örugglega. Mamma er náttúrulega farin að aldrast og ekki víst að hún sé með öll skilningarvitin í sambandi alla daga.... Eða hvað?

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Akkúrat "gamla" er einmitt farin að klikka svolítið á hlutunum og um að gera að hafa þá nægilega skýra.

 Takk fyrir innlitið

Kristín Bjarnadóttir, 28.6.2009 kl. 23:52

3 identicon

Það var gaman að kynnast Bryndísi og Bjarna á Borgarfirði um helgina :D

Margar skrýtnar og skemmtilegar sögur urðu til... sé ykkur vonandi fleiri næst :)

Þórunn Gréta Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 11:08

4 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Gaman að heyra!

Kær kveðja, D.

Kristín Bjarnadóttir, 1.7.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband