Erda satt?

Brá í vikunni þegar ég einhvers staðar las að það væri ekki á hreinu um hvað Is it True? fjallar. Brá vegna þess að í mínum huga var það borðleggjandi.

 

Ég hélt að lagið fjallaði um efnahagshrunið og hvernig þjóðin hefði vaknað upp af draumi.

 

Lagið er fullt af tilvísunum, þar er vísað í rumours eða allar skýrslurnar sem spáðu fyrir um hrunið en enginn tók mark á,  friend er Bretland og beiting hryðjuverkalaganna og augljós eru falling out of a perfect dream og will I wake from this pain?

 

En svona er ég mikill kjáni.

 

Kom mér líka mjög á óvart að ekki er til íslenskur texti við lagið.  Við höfum í vor sungið viðlagið hástöfum á íslensku og það er kannski rétt fyrst laginu er spáð sigri að skella þýðingunni með ef einhver vill nýta sér hana.

 

erda satt (erda satt)

erda búið

varsu kastað á glæ

varsda þú (varsda þú)

það var ekki sagt mér

bankarnir væru hausnum á

 

ágætt er að draga á-ið aðeins til að tengja við þjóðina og sársaukann.

 

Að lokum fann ég lítinn vin sem minnir mig af einhverjum ástæðum á fyrrum Seðlabankastjóra.

 

Áfram Ísland.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ. vildi þakka þér fyrir mjög skemmtilegt og athyglisvert blogg:) Algjörlega nauðsynlegt. vildi líka þakka þér fyrir frábæra uppskrift af lummunum:) Hrikalega góðar. steikti svoleiðis í gærmorgun og svo borðaði við fjölskyldan gúmmilaðið úti í garði:) bara kósý. Annars takk fyrir mig. kv Lóa

Lóa(ókunnug) (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: Gúnna

Tær snilld Didda mín.

Eigðu góðan dag ljúfust.

Gúnna, 18.5.2009 kl. 08:24

3 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Þetta myndband er geggað, hvar fannstu þetta eiginlega??? 

Við auðvitað enduðum í öðru sæti til hamningju með það.  Þýðingin er góð og ætti að vera send til Óskar Páls

Kær kveðja,

Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 18.5.2009 kl. 08:58

4 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Hæ Lóa, takk fyrir komuna og verði þér að góðu! Ofsalega gaman að heyra að þið bökuðuð lummurnar.

Hæ Gúnna takk sömuleiðis.

Hæ Kristín, maður finnur allt á youtube, ekki það að ég hafi leitað sérstaklega að þessu, getum sagt að hann fann mig

Bestu kveðjur til ykkar allra.

Kristín Bjarnadóttir, 20.5.2009 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband