Próftími

Próf á mánudag og miðvikudag.  Úff! Spyr sjálfa mig aðra hvora mínútu hvort þetta sé þess virði.  Eins og þetta hefur verið gaman í vetur þá er aldrei gaman þegar kemur að prófum.

En þetta á auðvitað ekki að vera bara gaman, þetta verður að vera erfitt líka þótt ekki sé nema bara til að upplifa feginleikann þegar þau eru búin.

Ólýsanleg tilfinning sem fylgdi því annars að fá útborguð laun!  Get eiginlega ekki lýst því.  Búin að hringja nokkrum sinnum í bankasímann bara til að heyra fallegu karlmannsröddina segja mér hver staðan á reikningnum mínum sé.

Reikna og reikna í huganum og reyni að ráðgera framtíðina til að koma sem best undir okkur fótunum á ný.

Enda er nokkuð skrítið að maður láti hugann reika frá námsefninu?  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel í prófunum duglega frænka mín. Þú rúllar þessu upp, ég veit það vel. Ertu eitthvað á leið til NY í mánuðinum?

Kveðja frá hlaupabólustöðum ;)
María Björg

María Björg (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 17:11

2 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Gleðilega hlaupabólu Takk fyrir María mín.

Er Kristinn á heimleið?  vildi að ég væri að fara til NY en nú er það Toronto

Skráin bíður ekki upp á hitting í eurovision/afmælamánuðinum svo við reynum í júní ok?

Kristín Bjarnadóttir, 3.5.2009 kl. 17:20

3 Smámynd: Gúnna

Gangi þér vel Didda mín - eða réttara sagt tututu!!!

Þú rúllar þessu upp, engin hætta á öðru. Ef þú ert að fara til Toronto mæli ég með að kaupa hádegismat í CN turninum. Frábær þriggja rétta máltíð og svo fylgir með aðgangur að útsýninsturninum. (kostar innan við 40 cad.)

Knúsíknús.

Gúnna, 4.5.2009 kl. 00:57

4 identicon

Sæl frænka! Kristinn er að flytja heim um miðjan júlí, hann ákvað að drífa í því að klára námið í sumar og koma heim vegna óhagstæðs gengis ;) En Siggi er aftur á móti á förum til Boston í ágúst, hann er að fara í skóla þar. Svo þeir skiptast bara á bræðurnir. Við stefnum á júní-hitting, ekki spurning ;)
María

María Björg (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 21:15

5 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk Gúnna mín, æðislegt að fá svo ábendingu!  Vonandi lendi ég með þér í flugi fljótlega

Frábært hjá Kristni að drífa þetta af og ekki leiðinlegt fyrir Sigga að fara til Boston, duglegir þessir frændur mínir.

Hafið það sem allra best öll sömul þarna úti!

Kristín Bjarnadóttir, 5.5.2009 kl. 09:33

6 identicon

Blessuð Didda. Keypti vikuna í gær og las viðtalið við þig - frábært viðtal og gott framtak. Það hafði alveg farið fram hjá mér ykkar raunir í þessu blessaða niðurfalli þjóðarinnar. Fór beint inná síðuna þína í morgun og fannst gaman að sjá að húmorinn þinn nær í gegn - þrátt fyrir allt. Það er alltaf gott að varalita sig með túrtappa Vonast til að allt fari á uppleið hjá ykkur með hækkandi sól. Vonast til að hitta þig við tækifæri. Bestu kveðjur mögulegar, Anna Magga fyrrverandi margt en núverandi Saga sjoppa.

Anna Margret Jonsdottir (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 09:47

7 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Hæ elsku Anna Magga, þú getur verið fyrrverandi margt en þú verður aldrei fyrrverandi frábær, heldur þeim titli alla tíð.  Takk fyrir að kíkja, takk fyrir að kaupa blaðið og takk fyrir að vera til.  Sjáumst vonandi við tækifæri.  Knús til þín!

Kristín Bjarnadóttir, 12.5.2009 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband