Tryggjum börnum dýrt morgunkorn!
20.4.2009 | 23:03
Búin að liggja í rúminu meira og minna í þrjá daga. Er það ekki týpískt að um leið og ganga fer betur, bresta einhverjar varnir og maður leggst í rúmið?
Er ekki líka týpískt að þegar ég hafði legið í rúminu í tvo tíma, opnaði Snorri (3) hurðina hægt, horfði á mig eins og ég væri eitruð og spurði af hverju ertu ALLTAF veik?
Komum annars við í Krónunni áðan, gripum tvo kassa af morgunkorni og þvottaefni og vorum beðin um 2800 krónur við kassann.
2800 krónur.
Þvottaefnið átti að kosta um 1700, annar morgunkornspakkinn um 700 og hinn um 400.
Snorri varð eðlilega svolítið súr yfir að skilja morgunkornið eftir í búðinni, þó hann sæi ekkert eftir þvottaefninu.
Á leiðinni heim hljómaði framboðsauglýsing á milli laga og ákveðin konurödd talaði um að bæta þyrfti hag heimilanna, hlúa að fjölskyldunum og byggja velferðarbrú.
Mamma heyrðirðu?
Ha?
Mamma heyrðirðu? Konan sagði að dýrt morgunmat væri fyrir börn!
Og gott ef það var ekki það sem hún sagði. Þýðir ekki velferðarbrú að ég geti keypt allan venjulegan mat fyrir fjölskylduna mína?
Og þvottaefni líka?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gaman þegar starfsfólk Icelandair talar um okur.
Fyrir minna en tíu árum var ég í námi í Þýskalandi og ætlaði að kaupa "one way ticket" til Frankfurt. Ég þurfti líka að borga fyrir heimkomumiða þó ég ætlaði ekki heim næstu 15 mánuðina. Ég þurfti nátturlega að henda flugmiða upp á 30.000kr því ég hafði ekkert með hann að gera. Þannig ekki vorkenni ég starfsfólki hjá Icelandair þótt það þurfi að kaupa morgunmat fyrir 1100 krónur.
Egill (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 02:38
Hvað koma farmiðakaup einkalífi starfsfólki Icelandair við???
hreinlega gleymdi hvað ég ætlaði að skrifa hér þegar ég sá færsluna hér fyrir ofan!
Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 20:23
sæll Egill og takk fyrir komuna. Það er auðvitað rétt hjá þér, ég hef ekki efni á að kvarta.
En þótt ýmislegt megi segja um verslanir og þá Krónuna líka þá held ég ekki að þeir séu með sérstakt verð fyrir starfsfólk Icelandair og morgunkornið kostar því 1100 krónur fyrir fólk sem vinnur hjá öðrum fyrirtækjum eða jafnvel ekki og það er allof mikið.
Kristín Bjarnadóttir, 21.4.2009 kl. 23:25
Hæ Ásta Kristín, skil þig olli heilabrotum.
Þó sérstaklega það að ef hann henti miðanum heim-hvers vegna er hann þá hér?
Kristín Bjarnadóttir, 21.4.2009 kl. 23:29
Ég sé heldur ekki samhengið á milli þess að þú starfir hjá Iclandair og þess sem þessi maður þurfti að borga fyrir farmiðana sína.
Eða miskildi ég eitthvað? Eru þið hjónin sem stjórnuðuð verðinu á farmiðum fyrir minna en 10 árum??
Þetta er furðulegt, þetta er eins og að saka starfsmenn t.d. hjá Toyota fyrir hátt bílaverð.
En nafna mín, ég vona að þér sé að batna og hressist fljótt.
Það er ábyggilega ekkert skrítið að varnirnar bresti og fólk veikist undir þessu álagi sem búið er að vera á fjölskyldunni og er líklega enn.
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 21.4.2009 kl. 23:53
Hæ Kristín mín, nei við komum víst ekkert nálægt verðstjórnun og því varla við okkur að sakast. Líklega hefur þetta verið Davíð að kenna eins og svo margt annað
Góð samlíkingin við starfsmenn Toyota.
Ég er stálslegin takk
Kristín Bjarnadóttir, 22.4.2009 kl. 08:49
Gleðilegt sumar kæra fjölskylda. Hafið það gott í dag....
Kveðja úr Vesturbænum
María Björg og fjölskylda
María Björg (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 09:52
Hehe þessi var eiginlega bara alveg brjálæðislega fyndinn. Ok, af því sumu fólki gæti fundist gjaldið dýrt sem borga þarf fyrir leikskólapláss, má ég þá ekki kvarta yfir háu vöruverði í verslunum af því ég er leikskólakennari????? Vá hvað þetta var langsótt
Hrund Traustadóttir, 26.4.2009 kl. 11:11
ég nefnilega skil þetta ekki en það verður að skoða það í því samhengi að ég tók tvo áfanga í rökfræði þegar mér einhvern tíma datt til hugar að það væri töff að læra heimspeki og óhætt er að segja að einkunnir úr þeim áföngum skáru sig allverulega frá öðrum. Svo ekki er ég dómbær, eða hvað?
Kristín Bjarnadóttir, 2.5.2009 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.