Og hefst þá moksturinn!
13.4.2009 | 13:12
Árni byrjar í nýrri vinnu á morgun. Ef vel gengur gæti það verkefni tekið ár.
Skyndilega höfum við tækifæri til að snúa hlutunum við og ótrúleg vellíðan sem fylgir því að vera aftur gerandi í eigin lífi.
Nú er undir okkur komið að snúa vörn í sókn, bæta stöðu okkar eins og hægt er þar til lán losna úr frystingu.
Vitum auðvitað ekkert hvernig þetta verður ef lán halda áfram að rjúka upp úr öllu valdi og við það bætast afborganir af láninu sem við höfum lifað á í vetur.
En í fyrsta skipti í marga mánuði finnst mér eins og þetta hljóti að fara allt vel.
Gott ef ég næ ekki aftur djúpa andanum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:18 | Facebook
Athugasemdir
Glæsilegar fréttir. Ánægð með þetta ;) Heyrumst og hittumst sem fyrst....
Kveðja
frænkan í Vesturbænum ....
María Björg (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 18:59
Didda mín, mikið er ég ánægð fyrir ykkar hönd. Það er svo gott að finna að eitthvað er farið að ganga.
Til hamingju með störfin ykkar beggja.
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 15.4.2009 kl. 22:41
Takk kærlega stelpur mínar!
Kristín Bjarnadóttir, 16.4.2009 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.