Spenna í loftinu
6.4.2009 | 10:07
Fór í fyrsta flugið mitt í gær.
Mikil spenna var í heimilisfólki kvöldið fyrir flug. Bjarni (8) sveimaði í kringum mig og þurfti að koma við mig og faðma í tíma og ótíma, ef hægt er að segja að börn faðmi mann í ótíma, enda kom í ljós að hann var mjög áhyggjufullur. Róaðist þó á endanum eftir að hann hafði spurt nægu sína um brotlendingar og hvað hann ætti að gera ef ég kæmi ekki aftur heim.
Öll börn á heimilinu sem kunna og geta farið fram úr rúminu komu svo upp í um nóttina og á einum tímapunkti áttaði ég mig á að þau héldu öll í mig.
Á leiðinni til Keflavíkur fann ég svo í veskinu mínu ástarbréf frá Bryndís Ingu (9).
Er hægt að biðja um betra veganesti?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
æææ elsku dúllurnar
Nei það er ekki hægt að biðja um betra veganesti en þetta bara yndislegt!!
Inga Rós (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 15:54
Jú góðan daginn!
Það er með ólíkindum hvað maður getur stressast upp við það byrja að vinna aftur, til þess eins að klára fyrsta vinnudag og brosa með sér yfir bækslagangingum kvöldinu áður!!
Svo þarft þú líka að stressa þig upp fyrir stjórnarsetuna Didda mín enda verður þú þá komin í félagsskap alvörugefinna kvenna sem ekki hafa húmor!!
Knús til ykkar
Didda eldri
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 13:03
já Sigrún ég er að farast úr stressi og þér sérstaklega yfir því að þurfa að þola tóm leiðindi og húmorsleysi af ykkar hálfu!
knús til baka
Kristín Bjarnadóttir, 11.4.2009 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.