á rauðu ljósi

Ótrúlega gaman að vera byrjuð aftur að vinna.

 

Er síðustu 3 daga búin að vera á mjög svo nauðsynlegu og skemmtilegu upprifjunarnámskeiði.  Fékk að hoppa út í neyðarrennu, príla upp í björgunarbát, slökkva eld með kæfandi reykhettu á hausnum, hnoða og blása lífi í dúkku og kynna mér allt sem er búið að breyta.

 

Sem er meira en lítið enda búin að vera frá í eitt og hálft ár.

 

Tekur smá tíma að finna taktinn eftir öll þægilegheitin og því búið að ganga á ýmsu við að koma öllum út og á rétta staði á réttum tíma.

 

Gekk þó ágætlega í morgun.  Þurfti bara að hlaupa stigann 3 sinnum að ná í eitthvað sem gleymdist, nestið fór með og allir mættu á réttum tíma.  Á rétta staði.

 

Á stórum gatnamótum leit ég í baksýnisspegilinn.  Það vantaði bara eitt.

 

Ég gramsaði í töskunni, fann varalitinn og varalitaði mig,

 

með túrtappa.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Gaman að heyra að það sé farið að ganga vel Didda og vonandi finnur næsta ríkisstjórn leið til að við getum haldið heimilum okkar þrátt fyrir vaxandi skuldir.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 4.4.2009 kl. 07:11

2 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Hæ hæ, já það væri vonandi.  Eins ótrúlega vel eins og mér líður með að vera byrjuð að vinna og vera því byrjuð að moka fjölskylduna upp úr skítnum þá höfum við því miður bara stundarfrið.  Það kemur víst að því lánin affrystast.

kv.Didda

Kristín Bjarnadóttir, 6.4.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband