Klippt

Fór síðast í klippingu í júní.

Árni hefur síðan þá tekið að sér að breyta gráum hárum í ljós með lit úr apótekinu.

Þó nokkrar útlitskröfur eru gerðar í vinnunni og fór ég því í morgun á hárgreiðslustofuna Salahár þar sem klipping kostar aðeins 4000 krónur.

Var nýkomin heim þegar krakkarnir koma úr skólanum.

Bjarni (8) gengur inn, sér mig og segir vvvvváááááá hvað þú ert flott!

Og Bryndís (9) bætir við þú ert eins flott og þú varst einu sinni!

Þá spyr Bjarni var ég lifandi þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta olli frussi.

AFTUR!

Hlakka til að sjá dúið :)

Katrín Brynja (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 21:40

2 identicon

Komin aftur í heimsókn eftir laaaaangt hlé og það er ekki að spyrja að þ´vi, munnvikin lyftast alltaf upp.

Verst að hitta ekkert á þig í sumar. Hafðu það gott.

Kv. Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 09:04

3 identicon

BROS

Inga Rós (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 09:12

4 identicon

Ji minn eini hvað ég hlæ mikið núna. Þetta eru snillingar sem þú átt ;)

María Björg (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 13:48

5 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Katrín, mundu bara að það er einmitt ágætisregla að borða ekki við tölvuna, vona að þú hafir ekki frussað með fullan munninn af ópali eins og um daginn, hvernig gekk annars að ná því af?

Ásta, það hefði verið frábært að hitta þig í sumar!  vona að meðgangan gangi súpervel og þú njótir hennar í botn.

Inga Rós, gaman að þú hlæjir með okkur!

María, gott að þú tekur þessu vel, ekki allir sem myndu vilja vera skyldir svona skrítnu fólki

En hvað þau geta fengið mig til að hlæja-og mest þegar maður má ekki hlæja upphátt AÐ þeim!

bestu kveðjur, Didda

Kristín Bjarnadóttir, 31.3.2009 kl. 23:00

6 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

guð minn góður!  Kann einhver að eyða út athugasemdum?

Síðan hvenær er hlæjir sögn í íslensku?  Fyrirgefðu Inga Rós, það er gaman að þú hlærð með okkur!!!!!

best að reyna að leyna því sem lengst að ég er í íslenskuvali í skólanum...........

Kristín Bjarnadóttir, 31.3.2009 kl. 23:04

7 identicon

Ég brjálast..... algjör snilld.

Hlakka til að sjá þig í vinnunni

Frida Dora Steindorsdottir (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:32

8 identicon

Elsku Kristín mín,

Blessuð góða ég tók ekki eftir þessu...

Eigðu góðan dag í dag

Inga Rós (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 10:46

9 identicon

Sæl Kristín

gaman að lesa bloggið þitt, þekki þig reyndar ekki neitt, en kannast við krakkana þína úr skólanum.....

ef þú vilt get ég sent þér símanúmer hjá stelpu sem ég fer til í lit+klipp fyrir 5000, mjög kreppuvænt og hún er mjög góð, er að læra hárgreiðslu

Magga (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 15:20

10 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Hlakka til að sjá þig sömuleiðis Fríða Dóra mín!

Takk sömuleiðis Inga Rós!

Kæra Magga, ég þigg það með þökkum í  diddab@islandia.is takk kærlega fyrir að hugsa til mín með þetta.

Kristín Bjarnadóttir, 2.4.2009 kl. 19:30

11 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Kæra besta Kristín.
Núna er mín létt á fæti, ég finn gleði vorboðans í þessari færslu.

Ég ætla að gefa þér fallega kveðju ú Bókinni okkar.

Kraftur og tingn er klæðnaður hennar og hún hlær að komandi degi.
Hún opnar munninn með speki og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar.
Hún vakir yfir því sem fram fer á heimili hennar og etur ekki letinnar brauð.
orðskviðir 31:25

Vertu Guði falin og allt þitt hús.
Knús Helena.

Helena Leifsdóttir, 3.4.2009 kl. 15:06

12 identicon

Þú ert alltaf flottust :-)

Hulda (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 15:54

13 identicon

hahahahaha, þessi börn eru snillar! Mín 5 ára sagði einmitt um daginn: "mamma, ég man ekki lengur hvernig þú varst þegar þú varst mjó, manst þú það??" ahahaha ég er nú bara búin að vera ólétt í rúma 8 mánuði, þarna sérðu hvað þau muna langt aftur :)

Knús, Harpa.

Harpa Hjartar (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 22:22

14 Smámynd: Hrund Traustadóttir

Hey hey - það var ekki í júní sem ég klippti á þér hárið var það???

Hrund Traustadóttir, 10.4.2009 kl. 11:21

15 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Nei Hrund það var reyndar einmitt ekki í júní, en þótt þú hafir staðið þig vel og fagmannlega, þá kunni ég ekki við að minnast á það á veraldarvefnum að þú tækir að þér klippingar réttindalaus og án þess að fá greitt fyrir.

Kristín Bjarnadóttir, 11.4.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband