að finna tækifærin
26.3.2009 | 22:50
Nú er minna en vika þar til ég byrja aftur að vinna og spenningur farinn að gera vart við sig.
Mikið óskaplega er ég ánægð með fyrirtækið mitt! Svo ánægð með skilaboðin sem það sendir okkur öllum.
Í kreppunni felast líka tækifæri og það fann það og greip það.
Vona að ákvörðun Icelandair verði öðrum fyrirtækjum hvatning, þau ákveði að láta slag standa þótt óvissan sé enn mikil.
Krafturinn kemur líka með vorinu.
Við höfum öll svolítið haldið niðrí okkur andanum í vetur og beðið þess sem verða vill en nú látum við hendur standa fram úr ermum og vinnum saman.
Nema auðvitað þessi einstöku sem gleyma að þeir eru hluti af heild og grafa undan batanum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ frænka, eigu við ekki að reyna að hittast aðeins á sunnudaginn?
María Björg (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:14
hæ María, sendi þér póst á facebook
Kristín Bjarnadóttir, 26.3.2009 kl. 23:34
Til hamingju Didda með það að komast aftur í vinnu.
Ég vona að þú hættir samt ekki að skrifa á bloggið, það er gaman að skrifast á við þig.
Gangi þér allt í haginn og megi allir þínir draumar rætast.
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 27.3.2009 kl. 08:39
Það er búið að vera snilld að fylgjast með þessu fyrirtæki og ég vona svo sannarlega að svona verði það rekið áfram með hagsmuni starfsmanna sinna í huga.
Ragnheiður , 28.3.2009 kl. 10:53
Kæra Didda,
Þú ert bara snillingur og ofboðslega flott kona. Það er svo gaman að lesa þetta hjá þér og ég er ánægð fyrir þína hönd að bráðum verðurðu komin í gallann með hárið í hnút og farin að vinna aftur.
Bestu kveðjur til þín og þinna :)
Guðrún Inga (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 16:37
Til hamingju með að fá vinnu aftur hafði grun að svona mundi gerast,og gott hjá ykkur að leggja ekki árar í bát þrátt fyrir allt sem gengið hefur á.Þegar að það fer að róast í kringum ykkur ættir þú að spá í að setja sögu þína á blað því að á miklu hefur gengið hjá þér og þínum undanfarna mánuði. og þú ert frábær penni og hefur frá svo mörgu að segja og lærdómsríkt að lesa það sem að þú hefur sett niður.Eins og ég sagði fyrir nokkrum mánuðum þá mun sólin koma upp aftur hjá þér og vona að það sé að gerast núna.Ég sjálfur er að fara til New York Og Parísar með stuttu millibili( er ekki alveg sama í flugvél) og vona að þú verðir að vinna og veit að ég er í góðum hönum.Kveðja í bili Baldur
baldur (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 10:18
Sæl Kristín.
Til hamingju með að fá vinnuna þína aftur. Ég les bloggið þitt en aldrei kvittað.... Þú kemur hlutunm svo vel frá þér og ert sérstaklega góður penni:)
Gangi ykkur vel
kær kveðja,
Inga Rós
Inga Rós (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 11:08
Sæl Kristín, takk fyrir og nei nei enginn ástæða til að hætta að blogga-eða skrifast á við þig.
Kristín Bjarnadóttir, 30.3.2009 kl. 11:47
Sæl Ragnheiður, já ég er heppin að vinna hjá Icelandair! Er rosalega ánægð með þetta skref og held og vona að fyrirtækið sé núna rekið á réttan hátt með góð gildi í fyrirrúmi. Verði rekið sem flugfélag, ekki fjárfestingafyrirtæki.
Hæ Guðrún mín, gott að heyra frá þér. Takk fyrir blíð orð í minn garð þótt greinilegt sé á þeim að við höfum ekki hist lengi vona að þú hafir það ótrúlega gott.
kæri Baldur alltaf gott að heyra frá þér. Fer hvorki til New York né til Parísar í mánuðinum en viltu lofa mér að heilsa upp á mig ef þú sérð mér bregða fyrir í leiðinni? Þetta með að setjast niður og skrifa söguna, já hver veit? Hér birtist auðvitað bara það sem hægt er að segja á einfaldan og skýran hátt. Góða ferð!
Sæl Inga Rós, gaman að fá þig í heimsókn og takk kærlega fyrir að kvitta, það er gott.
Kristín Bjarnadóttir, 30.3.2009 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.