kafað ofan í kok

Fór með ¾ barna í sund í kvöld í yndislegu veðri.  Jafnast fátt á við að sitja í fimbulkulda í heitum potti í faðmi barnanna.

Finnst alltaf jafn töfrandi að fara í sund á vetrarkvöldum.  Rómantískt jafnvel.

Og það fannst parinu við hliðina á okkur líka.  Var varla komið ofan í fyrr en hún sest klofvega ofan á hann og þau taka til við laugarmetið í keleríi.

Því miður ekki í fyrsta skipti sem við verðum vitni að svona löguðu og skiptir þá engu hvort um sé að ræða dag eða kvöld, Ísland eða sólarströnd.

Myndi fólk undir einhverju öðrum kringumstæðum gera þetta?  Hefði hún sest ofan á hann og sleikt hann að innan í afgreiðslunni?

Það er staður og stund fyrir allt.

Það er enginn svo yfirkominn af tilfinningum að hann geti ekki hamið sig innan um annað fólk.  Svo ég tali nú ekki um börn.

Ef þetta væri í lagi þá gerðu þetta fleiri.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Já, nafna ég er mikið sammála.

Það er staður og stund fyrir svona athafnir, fólk verður að kunna sig í kringum annað fólk. 

Já, hugsaðu þér ef þetta væri tilfellið t.d. í Bónus???

Þetta er pínu fyndið en mikið kjánalegt.

Fyrir utan það hvað þetta er mikið óviðeigandi á almenningssundstöðum.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 6.3.2009 kl. 11:47

2 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Í Bónus hahahahaha já þar yrði nú eitthvað sagt held ég!

Kristín Bjarnadóttir, 6.3.2009 kl. 12:20

3 identicon

Rakst á þetta blogg og gat ekki hætt að lesa, las allar færslurnar. Mér fannst þetta holl lesning sem fékk mig til að hugsa málið, staldra við og meta lífið. Gangi ykkur vel!

Júlía (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 08:56

4 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Sæl Júlía, takk fyrir að kíkja á okkur og takk fyrir að skrifa vinaleg orð!

Kristín Bjarnadóttir, 10.3.2009 kl. 23:49

5 identicon

vaaá hvað ég er sammála þér. En man samt alveg eftir því að hafa verið unglingur og fundist þetta frekar flott, án þess þó að hafa framkvæmt þetta. Nei minn staður er Bónus... Eða ekki. Rakst einmitt á par í Nóatúni um daginn sem var svo rómantískt hélst í hendurog var að kyssast og svona kósýheit. Mig langaði að sp það hvort það væri svona hrætt um að týna hvort öðru í tómri versluninni. Kannski er maður orðinn svona geldur að maður sér ekki þörfina fyrir að leiðast í verslunum og liggja utan í hvort öðru. Eða maður er bara meira fyrir að halda tilfinningum sínum innanbrjóst en ekki utan...

Helena (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 22:31

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Það er svo ógeðslega hallærisðlegt þegar fólk gerir svona og mjög óviðeigandi á fjölskyldustöðum eins og í sundlaugum. Ég vil nú ekki ganga eins langt og Helena hér að ofan, því mér finnst það í fínu lagi að leiðast inni í matarbúðum og annarsstaðar, mér finnst það bara sætt og rómantískt. Mér finnst allt í lagi að fólk sýni það opinberlega að það sé ástfangið og ánægt en innan velsæmismarka að sjálfsögðu. Ég hika ekki við að leiða minn mann og smella á hann kossi þótt annað fólk sé til staðar en maður þarf nú ekki beinlínis að fara í samfarastellingarnar opinberlega þótt maður sé ástfanginn

Lilja G. Bolladóttir, 16.3.2009 kl. 20:55

7 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Þið eruð fyndnar stelpur!

Sé ýmislegt fyrir mér eftir þennan lestur!

Kristín Bjarnadóttir, 18.3.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband