Lagt til hliðar
3.3.2009 | 14:48
Bryndís (9) fór að segja mér í gær hvað vinkonur hennar ættu mikinn pening.
Ein ætti xxx þúsund, ein xxx þúsund og ein xxx þúsund. Útskýrði svo fyrir mér að foreldrar þeirra legðu mánaðarlega inn á reikning fyrir þær eða hefðu læst einhverja upphæð inn á bók til 18 ára aldurs.
Allt hennar fas gaf til kynna hve miklar fréttir hún væri að segja mér og hvað henni finndist þessir foreldrar sniðugir.
Mikið var ég fegin að við ákváðum á sínum tíma að segja börnunum okkar ekki að við legðum mánaðarlega peninga til hliðar í þeirra nafni.
Veit ekki alveg hvernig ég hefði útskýrt að fyrst hefði Peningamarkaðssjóðurinn tekið 30% og við síðan notað restina í mat og reikninga.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Skondið þetta með vinkonurnar, Ó neytanlega kom mér í hug metingurinn milli fermingarbarna á fyrsta skóladegi - Hvað fékkstu mikið ? - Bryndís þín er kynslóðin sem lærir allt um nýtni, hagsýni og sparnað, sú viska fleytir okkur lengst í lífinu.
Ég er að kenna Rút að spara, leggja til hliðar afmælispeninga og alla vasapeninga. Hann setur gullið í box sem hann kallar fjársjóðskistuna. Hann er ekki sáttur við hversu lága vexti hann fær í bankanum, en þar á hann læsta bók til 18 ára aldurs.
Frábært að Árni fékk vinnu
Vertu Guði falin og allt þitt hús.
Helena Leifsdóttir, 5.3.2009 kl. 10:35
Hæ Helena mín, takk fyrir innlitið. Já það er það sem er svo frábært við þetta ástand að kynslóðin sem elst upp á þessum skrýtnu tímum þar sem okkur hinum eldri finnst svo mikið hafa verið tekið af okkur er að græða helling. Þau læra betri gildi en hafa verið við lýði undanfarið og það kemur þeim þangað sem þau ætla sér.
Standa svo uppi þegar takmarkinu er náð og vita að þangað eru þau komin af eigin verðleikum-ekki af því bara eða bara vegna þess að það var komið að þeim.
kær kveðja, Didda
Kristín Bjarnadóttir, 5.3.2009 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.