Sóttkví

Ef við fylgdumst almennt ekki með tímanum, dögunum eða mánuðunum gætum við samt ár hvert auðveldlega sagt okkur að það væri febrúar.

Febrúar er veikindamánuðurinn.  Mánuðurinn þar sem börnin hvert á eftir öðru falla fyrir því sem gengur þá stundina.

3/4 eru nú annað hvort veik eða að stíga upp úr veikindum og 3 gerðir að lyfjum í gangi sem eykur flækjustig heimilisins, sem almennt er frekar hátt.  Enda stakk Árni snuði upp í Bryndísi Ingu (9) í gær.

Við hin eldri stöndum pestirnar yfirleitt af okkur en  nú erum við bæði komin með í magann.

En bara yfir náminu.  Stór verkefni framundan sem lítill tími hefur gefist til að sinna meðfram venjulegum lestri, verkefnavinnu, heimilishaldi og veikindum barna.

Hef aldrei áður stundað nám fyrir peninga.

Eykur pressuna og pínuna til muna.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Diddan mín!

Það er þín lukka að kunna vel að takast á við álag, að vísu eru alltaf takmörk fyrir því hversu mikið álag maður tæklar! Þá kemur sterkt inn aðlögunarhæfnin sem þú átt líka ríkulega skammt af!!

Knús

Sigrún

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 11:08

2 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

Ekki gott að heyra - vona að þau hristi þetta af sér fljótt svo foreldrarnir geti aftur sest við lesturinn

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 17.2.2009 kl. 20:33

3 Smámynd: Gúnna

Fyrir réttum 50 árum síðan fæddist ég í miðjum þessum mánuði - þar af leiðandi þykir mér óskaplega vænt um febrúar. Þetta er hins vegar SVO rétt sem þú ert að segja. Mínar grunnskóladömur eru búnar að ná sér í alls kyns krankleika það sem af er mánuðinum. Ég held t.d. að í fyrradag hafi vantað sex stykki börn í bekkinn hjá þeirri yngstu (3ja bekk). Sem betur fer eru þau þó fljót að hrista af sér slenið á þessum aldri - verra ef við "gamlingjarnir" veikjumst - þá tekur yfirleitt lengri tíma að ná sér.

Gangi þér vel í verkefnavinnunni framundan.  Bendi þér líka á gullkorn sem Jón B. vinnufélagi okkar sagði einu sinni við mig.: Walter frændi er alveg frábær barnapía þegar á þarf að halda. Það var pínu seinn í mér fattarinn og sást það greinilega á svipnum á mér því Jón bætti við: Já, þú veist, hann Walt Disney :)

Knús til þín og þinna með ósk um gott heilsufar með hækkandi sól :)

Gúnna, 18.2.2009 kl. 09:09

4 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk Helga mín,

til hamingju með afmælið Gúnna mín, ertu viss um að það séu 50 ár?  svo er ekki að sjá á þér.  Walt frændi hefur jú víst oft verið beðinn um að passa í gegnum árin

Gaman að heyra frá þér Sigrún!

Kristín Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 08:54

5 identicon

Já, það er strembið að vera í skóla þegar manni finnst sá tími sem til þarf ekki vera til staðar og/eða þegar stjórnin á því hvernig og hvenær náminu er sinnt er bara alls ekki í manns eigin höndum.

Besta ráð sem ég hef er að sniglast þetta áfram - gera eitthvað pínulítið á hverjum degi og ekki missa móðinn. Ef ég get í lok dagsins séð að ég hafi notað mögulega lausa stund, sama hversu stutt hún var, til að grynnka örlítið á haugnum þá er ég sátt við sjálfa mig. Það er jú ekki hægt að krefjast meira af manneskju en að hún geri sitt besta.         

Annars var ég vitni að því hvernig þú tæklaðir menntaskólann og þú  ert örugglega ekki síðri í toppstykkinu í dag:) 

Gangi ykkur Árna vel með námið og takið einn dag í einu.

Kveðja Ragnhildur 

Ragnhildur Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband