Endalok sýndarheimsins?
15.2.2009 | 00:28
Fórum í gærkvöldi í mjög ánægjulegt matarboð.
Sérstaklega ánægjulegt því þótt aðstæður gesta væru mjög misjafnar, ræddu þeir stöðu sína hispurslaust. Enginn talaði stöðu sína upp og raunar ekki niður heldur.
Spurning hvort við höfum upplifað heimsenda. Hvort tími sýndarheimsins sé liðinn?
Fólk tali núna um hlutina eins og þeir eru í stað þess hvernig þeir gætu verið eða ættu að vera.
Fólk sé hætt að reyna að vera eitthvað annað en það er.
En kannski var þetta bara svona hreint og beint fólk.Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:48 | Facebook
Athugasemdir
Hæ, hæ.
Ég ætlaði að vera með í samstöðunni líka. Mér var mjög brugðið að heyra að þið væruð bæði atvinnulaus, en ég vissi það ekki fyrr en í fréttunum. Að auki fékk ég að skammast mín fyrir að hafa séð Snædísi Tinnu í fyrsta skiptið í sjónvarpinu. Ég hitti að vísu Árna Björgvin og Snorra Stein í Baughúsunum á sunnudaginn... en þegar öllu er á botninn hvolft finnst mér vægast sagt kjánalegt hvað maður er ókunnugur aðstæðum fólks sem er náskylt manni.
Gangi ykkur allt í haginn,
Þórunn Gréta
Þórunn Gréta (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 19:03
Kæra Þórunn Gréta-enginn ástæða til að skammast sín!
Eru ekki fjölskylduleyndarmálin þau best geymdu
Kristín Bjarnadóttir, 17.2.2009 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.