Afmæli Bjarna Björgvins
11.2.2009 | 23:37
Bjarni Björgvin varð 8 ára í dag.
Það sem var ólíkt með þessu afmæli og öðrum sem við áður höfum haldið er að allir komu með eitthvað með sér.
Tvöföld ánægja, því í stað þess að eyða deginum í bakstur og brauðréttagerð, bökuðum við bara eina köku og gátum því nýtt tímann saman.
Oft fundist leiðinlegt hvernig barnið sem allt á að snúast um týnist í undirbúningnum.
Sem betur fer er búið að leysa rotþróarmálið og gátu gestir því æi þið vitið. Kom bíll hér óvænt og tæmdi, hvers vegna vitum við ekki. Á sama tíma hvarf líka greiðsluseðillinn sem hangið hefur inni í heimabankanum.
Kannski þykir eftir allt eðlilegt að komast á klósettið í Kópavogi?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sniðug hugmynd að deila veisluréttunum.
Takk fyrir bloggvináttu og til hamingju með soninn og eiginlega rotþróna líka
Ragnheiður , 11.2.2009 kl. 23:40
Takk Ragnheiður sömuleiðis!
Kristín Bjarnadóttir, 11.2.2009 kl. 23:45
Datt hér inn úr innliti hjá hrossinu mínu góða, Ragnheiði mömmu hans Himma, á eftir að kíkja hér oftar. Las loforð þitt um að næst öskraðir þú ofan í koddann þinn.... það skyldir þú aldrei gera, koddinn á að vera vinur þinn og vellíðan og mann öskrar ekki á svoddan. Fyrir svo utan það að það er minna en ekki neitt að því að öskra upphátt hér inni eins og mér sýnist þú gera. Fyrirgefðu ókunnri konu athugasemdina, ég vildi gjarnan eiga vináttu þína........
., 12.2.2009 kl. 09:38
Til hamingju með sæta strákinn þinn. Þú ert rík kona þótt veskið segi annað. Ekkert smá myndarleg börnin þín. Gangi ykkur ofsa vel í þessu öllum saman.
kv. Inga
Inga (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:35
Innilegar hamingjuóskir með stóra prinsinn ykkar.
Kveðja,
Elsa og co.
Elísabet Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 15:08
Fannst þér ekki æði kakan sem ég kom með?
Katrín Brynja (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 16:44
Ah, komst þú með þessa fimm hæða Katrín? Djöf... snilld...
Hrund Traustadóttir, 12.2.2009 kl. 18:24
Til hamingju með drenginn þinn, Didda mín
Sniðugt að hafa svona splæspartý í barnaafmælunum, það er alveg rétt sem þú segir, að stundum er maður að týna sér í stressi yfir tilbúningnum og afmælisbarnið sjálft algjörlega í bakgrunninum....
Ég vissi ekki að Kópavogsbúar þyrftu að fara á klósettið, það er allt svo fullkomið í Kópavoginum að ég hélt að búið væri að aflétta þessum leiðindum af íbúum bæjarins.....
Lilja G. Bolladóttir, 12.2.2009 kl. 19:04
Sæl Halla, vertu velkomin með athugasemdir. Hárrétt hjá þér að maður á ekki að öskra á þá sem eru manni góðir. Búin að senda þér vinaboð!
Takk Inga og Elsa, já við erum ríkari en flestir af því sem raunverulega skiptir máli.
Lilja mín, það hefði ég haldið líka en nei.
Katrín Brynja, loftkökur eru bestu kökurnar. Hitaeiningalausar og ódýrar.
Hrund, ég skal fá uppskriftina frá K.B.
Takk allar fyrir komuna.
Kristín Bjarnadóttir, 12.2.2009 kl. 23:19
Já, sko stelpur.
Mér hefur/hafa aldrei fundist loftkökur góðar og beinlís óþægilegar í munni.
Eeeen - þetta skipulag fór ALVEG framhjá mér. Segi það og skrifa - AAALVEG.
Svo vil ég helst ekki vera með í því sem ég er ekki best, svo að þetta féll um sjálft sig hvort sem er ;D
En ég skal koma sterk inn í næsta leik - LOFA og þá verðið þið betlandi í mér um uppskriftina. Grátandi jafnvel!
Skemmtilegasta afmæli sem ég hef verið í.
KBH - loftfrúin mikla
Katrín Brynja (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 20:53
Takk Katrín mín, við skemmtum okkur líka stórvel og afmælisbarnið var sæll og glaður.
Kristín Bjarnadóttir, 14.2.2009 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.