TAKK!

Kæru vinir, ég auglýsti um daginn eftir samstöðu.  Hún er fundin!

Þykir vænt um að þið gáfuð ykkur tíma til að skrifa hér á síðuna.  Mjög gaman og gott að lesa frá ykkur athugasemdirnar og sumar bráðfyndnar í ofanálag.  Eins hefur verið gott að heyra frá ykkur hinum með öðrum hætti.

Langar til að biðja ykkur um að sýna áfram þessa samstöðu.  Sýna hana fólkinu í kringum ykkur, það er fullt af fólki í vandræðum en segir ekki endilega frá því.  Fólk sem nær ekki að borga reikningana sína, heldur bara niðrí sér andanum og bíður þess sem verða vill.

Og umfram allt ekki dæma fólk.

Það litu langflestir til beggja hliða áður en þeir gengu yfir í góðærið og þar var ekkert að sjá, ekkert sem varaði fólk við þessu.

Hættum að draga upp að fólk hefði átt að vita betur.  Það skiptir engu máli í dag.  Það sem skiptir máli er að fólk fái tækifæri til að koma undir sig fótunum á ný.  Sem er auðveldara ef það er ekki fellt niður aftur með dómhörku.

Set inn tenginu fyrir ykkur sem sáuð þetta ekki.

Gott að vita af ykkur öllum þarna úti.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Æ Didda mín, var að horfa á þetta AFTUR, og langar að bæta við fyrra komment; þú lítur ekkert smá vel út, hefur ekkert breyst á meira en tuttugu árum, að minnsta kosti ekki í útliti

Ég er áfram ótrúlega stolt af þér

Kær kveðja,

Lilja G. Bolladóttir, 9.2.2009 kl. 20:02

2 identicon

Sæl Didda, takk fyrir að skrifa svona vel um það sem er svo ótrúlega svakalega ömugurlegt, ástandið í þjóðfélaginu í dag.  Ég veit að það að einhver sé svona hugrakkur eins og þú og segi hlutina eins og þeir eru og setji í raun "andlit" á vanda fjölmargra skiptir sköpum.  Gangi ykkur fjölskyldunni sem allra best - :) Mínar allra bestu kveðjur Elísa (Elsu vinkona)

Elísa (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 20:16

3 identicon

DIdda þú rokkar, ég hef alltaf sagt það!! Vel gert vinkona :)

Harpa Hjartar (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:40

4 Smámynd: Gúnna

Hæ skvís

Hef svo sem litlu við það að bæta sem ég sagði við þig á facebook - þú ert náttúrulega hetja. Var að skoða sumar af gömlu færslunum þínum hér - flott, flott! Þú ert alveg súper penni!

Bætti þér við sem blogg-vin - ég er ekki mikið að blogga núna, en kíki alltaf inn á það öðru hvoru. Hlakka til að fylgjast með áframhaldandi skrifum þín.

Knús í bili.

Gúnna, 10.2.2009 kl. 08:41

5 identicon

Frábært viðtal við þig Didda mín. Ég held að það sé seint hægt að saka þig um óþarfa bruðl, manneskja sem hefur alltaf farið vel með peningana sína. Hafiði það sem allra best.

Knús á alla,

Elsa.

Elísabet Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 09:08

6 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Lilja mín takk fyrir að segja þetta 

Elísa, Elsa, Gúnna og Harpa takk fyrir góð orð í minn garð.

Knús allar saman kreppuknús jafnvel

Kristín Bjarnadóttir, 10.2.2009 kl. 10:43

7 identicon

gangi ykkur sem best gott ef alli væru ríkir sem eiga flatskjá

bg (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 14:49

8 identicon

Rosa flott viðtal við þig Kristín þú ert sómi Íslands haldi ykkur áfram að ganga vel, og flott fjölskylda

Balldur b (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 16:42

9 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Dáist af hugrekki þínu og fjölskyldu þinnar að deila þessu með þjóðinni. Gangi ykkur vel.

Guðrún Una Jónsdóttir, 10.2.2009 kl. 22:26

10 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Gott að heyra frá þér Baldur, takk fyrir hlý orð eins og venjulega.

bg og Guðrún Una takk fyrir að kíkja á okkur hér og takk fyrir stuðninginn.

Kristín Bjarnadóttir, 11.2.2009 kl. 12:32

11 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

Ætlaði að vera fyrir lifandis löngu búin að kommenta á þetta líka flotta viðtal  Öfunda þig af þessu rólega og yfirvegaða fasi þínu hvort heldur sem er í fjölmiðlinum RÚV eða bara í veislum....... Þú ert flottust  

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 11.2.2009 kl. 17:39

12 identicon

Gott viðtal.  En ég verð að segja að þegar við erum búin að borga skatta í sveitarfélög þá finnst mér að þau eigi að borga mat fyrir börn í skólum þar sem ekki er peningur til.  Hélt að það væri í lögum.  Finnst sjálfsagt að skattpeningar fari í það.  Við eigum að búa í þjóðfélagi sem jafnar kjör fólks.  Þess vegna hef ég borgað skatta nokkuð sátt hingað til. En þú virðist auðvitað eiga mjög góða vini sem redda þessu reyndar. 

Að öðru þá held ég að besti,hollasti og ódýrasti matur sem ég hef á borðum séu baunaréttir svona eins og grænmetisæturnar hafa alltaf borðað : )  Eða setja baunir í ket, sojakjöt á pizzu o.s.frv.

Lýst vel á skiptimarkaði sem ég hef heyrt um núna þar sem fólk segir getur þú reddað mér þessu og ég læt þig fá þetta.  Hvort fólk er að skiptast á fötum eða bókum veit ég ekki en þetta held ég að sé sniðugt.

Baráttukveðjur og takk aftur fyrir gott viðtal

María Sigrún (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 21:15

13 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

TAkk Helga mín!  Ef þú bara vissir samt.....

Kæra María Sigrún, takk fyrir frábærar ábendingar.  Árni komst á lagið með að elda bæði baunarétti og baunasúpur og búa til hummus sem við smyrjum á allt enda hræódýrt og gott.

Bestu kveðjur og góða nótt!

Kristín Bjarnadóttir, 11.2.2009 kl. 23:43

14 identicon

Kæra Kristín

Þú hreifst mig algerlega með þessu viðtali.  Þú ert einhvernvegin svo sterk og yfirveguð að þrátt fyrir að mótvindur sé mikill þá hugsa ég þegar ég horfi á þig í viðtalinu að þarna fari sterk manneskja sem sigri alltaf á endanum.  Það munt þú gera og þið öll.  Kærar kveðjur til allrar fjölskyldunnar, Hallgrímur

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 21:04

15 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

kæri Hallgrímur takk kærlega fyrir þessi fallegu orð.

Kristín Bjarnadóttir, 14.2.2009 kl. 00:36

16 identicon

Þetta var flott viðtal og þarna fer greinilega mjög sterk og ákveðin kona sem var með mun meiri "presence" heldur en spyrillinn, spurning um það hvort hérna sé atvinnutækifæri?  Við erum mörg saman að moka flórinn í dag og við fjöldskyldan tæknilega gjaldþrota eins og svo margar aðrar fjölskyldur á meðan að lánamálin eru látið dánka.  Konan mín er flugfreyja í uppsögn og við því á einum launum með allllllltof há lán til að borga af.  Gangi ykkur sem allra best, ég trúi því reyndar að fólk eins og þið fljúgið yfir fjallið á endanum.

kveðja, Sigurður

Sigurður (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 22:27

17 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk fyrir að kvitta Sigurður og takk fyrir hlý orð í okkar garð.  Skemmtileg líking þetta með að moka flórinn saman.  Eitthvað sem verður að gera en er langt í frá geðslegt.

kær kveðja, D.

Kristín Bjarnadóttir, 16.2.2009 kl. 17:09

18 identicon

Kæra Didda,

Takk fyrir frábær skrif og einstakt viðtal. Vildi að ég hefði þekkt þig betur hérna í "den". Gangi ykkur sem allra best.

 Kær kveðja,

Jóhanna

Jóhanna Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 01:32

19 identicon

Ég horfði á þáttinn og þetta er mjög fínt viðtal.  Orð í tíma töluð! Ánægjulegt að sjá að fólk gefst ekki upp þótt móti blási. Þú hefur örugglega gefið mörgum von sem eru í sömu sporum en ekki haft hugrekki til að leita sér hjálpar.   Gangi ykkur sem allra best og ég hlakka til að sjá þig í vor í fluginu. Bestu kveðjur Ásta Kristín.

Ásta Kristín Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:36

20 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Komdu sæl og blessuð Jóhanna!  Er þetta ekki örugglega Jóhanna úr barnaskólanum?  Gaman að sjá að þú leist hér við og takk kærlega fyrir hrósið.  Vona að allt sé gott að frétta af ykkur.

Ásta Kristín, takk fyrir komuna, verður gaman að hitta þig í vor.

Kristín Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 08:57

21 identicon

Sæl aftur Didda,

 Nei... ekki alveg úr barnaskólanum - aðeins seinna, hehe. "Maggi Einars" hringir kannski einhverjum bjöllum. ;)

Gleymdi líka að segja hvað börnin ykkar eru gullfalleg. Þvílíkur fjársjóður! :)

Bestu kveðjur, 

Jóhanna

Jóhanna Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:33

22 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Já vá þetta ert þú!

En gaman!  Hef nú barasta ekki séð þig síðan á Magnúsarárunum

Væri gaman að heyra meira af því hvað þú hefur verið að bralla siðan þá.

Kær kveðja,Didda

Kristín Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband