Gott þegar virkilega er tekið á málunum
6.2.2009 | 21:42
Horfðum á beina útsendingu frá Alþingi í dag. Veit ekki við hverju við bjuggumst en þó ekki þessu.
Er þetta fólk á gulu eða grænu deildinni?
Þjóðfélagið brennur, fyrirtæki og einstaklingar ramba á barmi gjaldþrots og á meðan er heilu dögunum eytt í sandkassanum.
Tragekómídía.
Tragekómídía sem breytist í farsa þegar Jóhanna fór að fikta í farsímanum sínum.
Eða var þetta ipod?Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það væri nefninlega hægt að hlæja af þessu ef sorgin væri ekki alls staðar í kring, hjá venjulegu fólki sem er að ala upp börn og skulda myntkörfulán á nýjum eignum, eldri hjónum sem eru búin að missa það sem þau söfnuðu upp og eiga engan séns á að byrja upp á nýtt. Þeir sem máttu fóru til útlanda með falda og stolna glimmerið. Svo gengur allt út á að koma einum þverhaus út úr Seðlabanka. Þar hagar þetta fólk sér eins og þau séu komin upp úr grænudeild og í 10 ára bekk, einelti eins og það gerist þar. Á meðan brennur Róm.. Tragíkómídía og ekkert annað.
Drífa Magnúsd. (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 20:19
Sæl Kristín. Vildi bara segja þér að þú mæltir orð að sönnu í viðtalinu í Fréttaaukanum rétt í þessu. Það hefur örugglega þurft kjark til að koma fram með þessum hætti. Flott hjá þér. Bkv. Dögg Pálsdóttir.
Dögg Pálsdóttir, 8.2.2009 kl. 19:49
Kristín, ein mikilvægasta mynd sem þú þarft að horfa á er: Money as Debt
http://video.google.com/videoplay?docid=-9050474362583451279
Árni (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:52
Takk fyrir að koma fram í fréttaaukanum. Ég (á námslánum) og minn maður (atvinnulaus) erum mjög þakklát fyrir að eiga "bara" eitt barn (og annað á leiðinni) á þessum tímum, ég tek ofan fyrir dugnaðarfólki eins og ykkur. Ég er algjörlega sammála þér, auðvitað lifir maður hátt þegar allt er í uppsveiflu og nóg af innkomu, en við munum líka öll koma sterkari út úr þessari kreppu, ef við höldum áfram og sinnum því sem mestu skiptir, okkur sjálfum og börnunum okkar, í staðinn fyrir að kvarta, kveina og dæma. Gangi ykkur sem best.
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 8.2.2009 kl. 19:58
Sæl Kristín .
Þakka þér fyrir að koma fram með skoðanir þínar .Ég man eftir ykkur Árna í sama húsi og við hjónin í Sölunum .Og Árni oftast með barn í fangi eða þið bæði .Gangi ykkur vel .
Við erum eldri hjónin ,með 35 % skerta sparnaðinn .Að reyna að klára málin okkar og hafa það gott , þessi ár sem hægt væri að njóta.Gerðum heldur ekkert ,til skammar.
Reyndum að koma okkur upp úr ósköpum sem við lentum í vegna öfundarmanna .Höfum alla tíð unnið eins og skepnur , en hraust og dugleg vorum við .Svo brast heilsan mín og vinnan hans og...........
Guð veri með ykkur og þakkir fyrir áræðnina .
Bestu kveðjur 303.
Kristín (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:02
Flott viðtal við þig á RÚV. Við tókum jú mörg hver þátt í þessu risapartýi. Að fólki sóttu sérfræðingar bankanna og buðu fólki lán á kostakjörum. Eldra fólki sem átti skuldlausar eignir var boðið að taka íbúðarlán til að fara til útlanda og eyða í sjálft sig svona síðustu æviárin. Allt leit þetta sakleysislega út og ég lái fólki ekki að hafa bitið á agnið. En eins og ég lít á þetta, þá voru bankarnir skipulega að redda sjálfum sér. Fólk hins vegar treysti þessum sérfræðingum bankanna, eðlilega þar sem þetta fólk er búið að eyða mörgum árum í að mennta sig til þessara starfa.
En það sem ergir mig hvað mest í dag er að menn hafi gert slíka ofursamninga sem gerðir hafa verið við seðlabankastjórana þrjá. Að menn skuli ver ráðnir til sjö ára er bara ekkert annað en mesta rugl. Þegar ég var ráðinn á minn vinnustað, var ég lausráðinn fyrstu þrjá mánuðina og fékk síðan fastráðningu. Þessir menn geta ekki verið svo mikilvægir að þurfi að ráða þá til slíks árafjölda.
Vonandi komist þið í gegnum þetta ástand.
Hilmar Sigvaldason (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:03
ég sá þig í sjónvarpinu, þú stóðst þig vel, mjög gott hjá þér,þetta er hræðilegt ástand hér á Íslandi,og bara nokkrir menn sem fóru svona með okkur
Sólrún Guðjónsdóttir, 8.2.2009 kl. 20:09
ég gleymdi einu, ég er rúmlega 60 ára og varð ekki vör við góðærið
Sólrún Guðjónsdóttir, 8.2.2009 kl. 20:10
Sæl, skrifa af því ég sá þig í sjónvarpinu. Finnst eins og núna sé þetta allt komið í hring, man neflilega árið 1990 eða 1991, þá var viðtal í sjónvarpinu við hjón sem höfðu bæði misst vinnuna, minnir að annar einstaklingurinn var búin að vera atvinnulaus í nokkur ár. Þau lýstu miklu þunglyndi o.fl. Það viðtal var mér alltaf mjög ofarlega í huga á meðan að góðærið stóð og fannst mér svo skrítið hvernig hlutirnir breyttust mikið á stuttum tíma, viðtalið var samt mér svo ofarlega í huga að ég var mjög passasamur.
Ég held að eftir nokkur ár þá verði ástandið orðið mun betra, málið er bara að þrauka þangað til.
Agnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:21
Elsku Didda mín!
Ég er svo óendanlega stolt og montin að teljast til þinna vina, þú málefnalega og klára kona!!
Risaknús til ykkar allra!
Diddan sen getur verið bæði stolt og montin og telur sig ekki þurfa að velja þar á milli!
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:22
Sæl Kristín
Sá gott viðtal við þig áðan og ákvað að kíkja á bloggið hjá þér. Mjög fróðlegt að lesa færslurnar þínar og upplifa þína sýn á ástandið. Nokkur atriði sem ég hjó eftir þ.á.m. þetta með að ef þú keyptir ekki flatskjá þá tókstu ekki þátt í góðærinu ! Ég hef einmitt lent í ýmsum umræðum um þetta og ég vil nú leyfa mér að fullyrða að nánast allir tóku þátt á einn eða annan hátt á sínum forsendum. Þeir sem voru skynsamir eins og mér virðist þú hafa verið byggðu upp einhvern varasjóð meðfram því að kaupa flatskjái, bíla og of stór hús. Eftir á að hyggja hins vegar hefði auðvitað verið skynsamlegra að kaupa ódýrari bíl og minna hús en það er alltaf gott að vera vitur eftir á.
Síðasta umræða sem ég lenti í varðandi þetta var við konu úti á landi sem sagðist sko ekkert hafa tekið þátt í þessu en þá hnippti kallinn í hana og spurði hvort nýr bíll og utanlandsferðir teldust ekki með. Það er eins og fólk setji einhver viðmið sem eiga ekki við það sjálft heldur flesta hina þ.e. bíllinn sem ég keypti kostaði bara 3m. en þeir sem tóku þátt í góðærinu keyptu Range Rover. Að mínu mati er komið á daginn það sem ég velti oft fyrir mér þegar sem best gekk að það er ekki eðlilegt að stór hluti þjóðarinnar geti leyft sér eitthvað af eftirfarandi: Flott hús, nýr bíll, sumarbústaður, húsbíll, fellihýsi, utanlandsferðir, ný húsgögn og rafmagnstæki. Ég tala nú ekki um þá sem gátu leyft sér allt þetta. Því miður (eða kannski sem betur fer) þá er veruleikinn sá að þetta er allt munaður sem ekkert þjóðfélag getur staðið undir að flestir þegnarnir geti leyft sér og við það verðum við bara að lifa eins og við höfum alltaf gert að undanskildum síðustu ca. 10 árum.
Svo er annar vinkill sem ég vil líka koma inná og það er varðandi hina eiginlegu "sökudólga", bankamenn, útrásarvíkinga ofl. Getur ekki verið að þeir hafi eins og við hin tekið sínar ákvarðanir í góðri trú og ekki reiknað með þessum miklu hamförum sem dundu yfir? Af hverju að dæma þá frekar en okkur hin sem eftir á að hyggja tókum rangar ákvarðanir. Eins og þú sagðir þá er þetta mestmegnis bara venjulegt fólk með sínar fjölskyldur sem ekki eiga skilið að vera dæmdir fyrirfram. Auðvitað er hins vegar allt í lagi að rannsaka málin og dæma þá sem uppvísir eru að því að hafa framið lögbrot eða sýnt af sér alvarlegt gáleysi eða siðferðisbrest.
Nú reynir á að Íslendingar horfi bjartsýnir fram á veginn (hvort sem Davíð hættir eða ekki) og vinni sig út úr erfiðleikunum með því hugarfari sem mér sýnist þú hafa tamið þér.
Gangi þér vel.
Jónsi (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 21:04
Sæl Kristín og takk fyrir að koma fram í fréttaaukanum áðan - átt hrós skilið fyrir það. Mér fannst ég kannast við stelpuna þína enda kom það á daginn þegar ég spurði mína stelpu (þær voru saman í bekk í smátíma).
Mitt svar til þeirra sem röfla hvað hæst um það að kreppan sé okkur "lýðnum" að kenna er að það hlutfall af þjóðarskuldunum sem heimilin eiga er innan við 10% ef ég man rétt. Þannig að mér er alveg sama hvað fólk reynir að koma inn samviskubiti hjá öðrum með tali um flatskjái, sumarbústaði, einbýlishús og lúxusjeppa - það er bara DROPI í hafið af því sem við erum að taka á okkur núna út af ábyrgðarleysi stjórnvalda, bankastjórnenda, embættismanna o.s.frv. - þeirra sem höfðu allar forsendur til að sjá í hvað stefndi.
Þar að auki var hér 2,5% verðbólgumarkmið (sem fólk notaði sem forsendu í lánaútreikningum sínum), það var talað um góða stöðu þjóðarbúsins, litlar skuldir ríkissjóðs, að við værum "ríkasta þjóð í heimi" og þar frameftir götunum.... hvers vegna í ósköpunum hefði fólk EKKI átt að gera ráð fyrir þessum staðhæfingum í sínum framtíðarútreikningum og skuldsetningu? Ég er nokkuð viss um það að ekki stóð stafkrókur um "ef til þess kemur að verðbólgan æðir upp í 20%, gengið fellur um 100% og að Ísland fari á hausinn" á neinu einasta skuldabréfi eða lánasamningi sem bankarnir gerðu við almenning. Þeir eru heppnir að fólk sé ennþá að standa við SINN hluta samningsins þó að þeir séu búnir að þverbrjóta sinn hluta.
Ok, hætt að röfla í bili :)
Gangi ykkur sem allra best.
Sólborg
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 8.2.2009 kl. 22:01
Flott hjá ykkur að koma fram og tala um hlutina. Allt of margir eru í sömu stöðu eða að lenda í henni einmitt um þessi mánaðarmót og næstu. Allar góðar vættir og lukka hitti ykkur sem fyrst!
Ásta Kristín Sv. (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 22:08
Sæl
Ég vildi bara hrósa þér að hafa kjark og þor að mæta þarna í viðtal í sjónvarpinu .
En ég verð að segja að það var lítið sparað í þessa glæsilegu íbúð sem þú ert í ,sem dæmi þá tók ég um leið eftir einföldum rofa sem var á vegg fyrir aftan þig í samtalinu , og sá var með glerramma að dýrustu sort að ég giska GIRA og stykkið af svona einföldum rofa með glerramma kostar nálægt 5 þúsund , meðan margir láta sér nægja venjulegt efni sem kostar á bilinu 500-1000 kr einingin
Ég vildi bara benda á að það hefði verið hægt að fara meira varlega í að festa kaup í svona dýrri fasteign.
Ekki er ég að þykjast vera vitur eftirá þar sem ég var vitur framaná, ég sá að þessi neysluvitleysa hlyti að lenda harkalega á vegg þar sem hún byrjaði það snögglega
Jón S (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 22:56
Já, hvaða risastóra hús var þetta? Og það fullt af rándýru dóti líka. Er þetta það sem þessar svokölluðu björgunaraðgerðir heimilanna eiga að fara í? Að niðurgreiða rándýrt drasl fyrir eitthvað snobblið?
Örn (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 00:04
Kristín mín var að horfa á viðtalið við þig á ruv. Heimilið ykkar er yndislegt, vandað og fallegt.
ps.
Jón S og Örn!
Skammist ykkar !
Helena Leifsdóttir, 9.2.2009 kl. 00:16
Flott viðtal í fréttaaukanum. Ég sendi ykkur góða strauma og vona svo innilega allt gangi vel. Auk þess vil ég bjóða ykkur velkominn í hóp háskólanema. Menntun er máttur :)
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 00:29
Þú varst alveg frábær, Didda mín og allt satt og rétt sem þú sagðir. Ég missti því miður af þér í TV-inu en takk fyrir að setja myndskeiðið inn á facebookina. Ekki hlusta á ruglið í þessum tveimur þarna að ofan, Jói og Erni, ef maður á pening þá kaupir maður bara það sem mann langar í á meðan maður enn stendur við sínar skuldbindingar. Eins og það hefði breytt öllu ef þið hefðuð keypt öðruvísi rofa, djöf.... rugl.
Annars frábært komment hjá Jónínu Sólborgu, mikið er ég sammála henni.
Haltu áfram að vera dugleg, Didda, og leyfðu okkur áfram að fylgjast með. Skemmtilegustu færslurnar á blogginu koma frá þér :-)
Lilja G. Bolladóttir, 9.2.2009 kl. 09:48
Sæl Didda mín
Mikið er ég stolt af þér. Það þarf mikið hugrekki að koma fram og upplýsa þjóðina af högum sínum.
Haltu áfram að vera dugleg og gangi ykkur sem allra best. Hlakka tilað sjá þig á línunni.(Er sem sagt eins og þú að bíða eftir að fá vinnuna mína aftur.)
kveðja
Guðrún Edda
Guðrún Edda Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 10:49
Þessi Jón S er auðvitað bara bráfyndinn, tók eftir ljósarofa hahaha :) Ótrúlegt að setjast niður til að skrifa það. Eins finnt mér þetta flatskjá kjaftæði vera með eindæmum vitlaust. Hvað koma flatskjáir góðærinu við? Einu sjónvörpin á markaðinum eru flatskjáir, annað er ekki í boði og þar fyrir utan eru þeir ódýrari í flestum tilfellum en gömlu túpurnar.
Mér finnst þetta fínt hjá þér Kristín að blogga um þetta og á þann hátt sem þú gerir. Aðstæður voru allt aðrar fyrir einu og fyrir 2 árum síðan,.....og lengra aftur. Ég fór sjálfur harkalega útúr myntkörfuláni sem, þegar ég tók það, var eitthvað sem var auðvelt að ráða við en gjörbreyttist svo á þann hátt sem engan gat grunað.
Keep up the good work :)
Steini Thorst, 9.2.2009 kl. 10:56
Hæ frænka! Ég bíð spennt eftir næstu færslu hjá þér, þú ert náttúrulega bara snillingur. Veistu, að síðan þín á eftir að hjálpa mörgum, ég er handviss um það.
Við þurfum að fara að hittast sem allra fyrst....
Þín frænka - kveðja úr Vesturbænum ;)
María Björg
María Björg (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 11:20
Þú varst flott í sjónvarpinu. Skil vel aðstæður ykkar því það er ekki góð tilfinning að missa vinnuna. Ég hef reynt það sjálf. Sem betur fer þó ekki bæði í einu hjónin. Maður gerir alltaf ráð fyrir að annar hvor aðilinn geti unnið fyrir heimilinu, því eru ykkar aðstæður og svo margra annarra erfiðar.
En svo skil ég líka fólk sem er gagnrýna ykkar stöðu. Margir sem tóku ekki og gátu ekki tekið þátt í góðærinu og gat ekki þá né nú leyft börnum sínum að vera í tómstundum eða keypt föt, ferðast sem var trúlega sjálfsagður hlutur hjá ykkur. Margir eru gramir og reiðir í dag og þá fjúka oft ljót orð. Rétt eins og þú ert reið. Ég er líka reið og vil að hlutirnir fari að skýrast. Finnst bara allt standa í stað og eins og enginn viti hvað á að gera.
Kvet þig til að halda að áfram að skrifa. Viss um að það hjálpar þér og mörgum öðrum í leiðinni
Þau fáu skipti sem ég nenni að fylgjast með þessum bjargvættum okkar á Alþingi, þá sé ég Þorgerði Katrínu aldrei öðru vísi en eins og hún sé að taka við eða skrifa skilaboð á símann sinn.
M, 9.2.2009 kl. 11:35
Alltaf gott að sjá þegar fólk hefur ekki misst húmorinn í svona ástandi eins og náunginn sem sá LJÓSROFA bregða fyrir á skjánum Brjálæðislega fyndið bara Þvílík ofursjón, þekkti bara tegundina ogallt Hefði hann ekki verið svona upptekinn við að reyna eins og hann gat að finna eitthvað sem gæti mögulega hafa verið dýrt í þínu umhverfi Didda mín, þá hefði hann kannski heyrt þig tala í viðtalinu. Tala um það að þið höfðuð efni á að leyfa ykkur fullt af hlutum en að það þýði ekki að þið hafið kallað þessa stöðu yfir ykkur. Þið hafið alltaf passað vel upp á peningana ykkar og þegar húsið var byggt (fyrir einhverjum árum síðan) höfðuð þið efni á því.
Hvað kostaði annars pálminn í bakgrunninum?
Hrund Traustadóttir, 9.2.2009 kl. 15:44
Raggi kom líka með góða spurningu varðandi LJÓSROFANN góða: Hva, eiga þau að selja hann þá núna eða...?
Hrund Traustadóttir, 9.2.2009 kl. 17:34
En já þetta er hið þýska Gira (dýrasta sort) efni með gler ramma , ég man ekki eftir að hafa séð svona nema hjá fólki úr viðskiptalífinu hérna í den og giska á að einingin sé á 4-6þúsund með afslætti úr heildsölu
Og ljósin sem maður sá glitta í , ég gæti vel trúað að þau kæmu úr dýrustu snobb ljósabúðinni þeas lumex skipholti
Jón S (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 21:26
já sæll ert þú eh lasinn félagi (jón s)
vertu bara í þinni rottuholu niður í bæ. með engin ljós og enga rofa
Vel gert Kristín og Árni gott framtak
Hlynur (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 21:51
Ég er ekki að ná því hvað þetta virðist eiga að skipta máli með blessaða ljósrofana sem urðu fyrir valinu þarna um árið... Ef það er einungis fólk úr viðskiptalífinu sem notar þessa dýru fínu, hvað notar þá fólk úr öðrum stéttum? T.d. tannlæknar?
Frábært að heyra líka að það er að skila sér að spara og versla ljósin sín í IKEA, þau líta þá virkilega út fyrir að vera keypt í Lumex eftir allt saman :D You go Didda, þú kannt þetta :)
Frábært að lesa öll kommentin hérna frá fólki sem hlustaði á viðtalið og er EKKI að dæma eins og þú varst að biðja um Didda mín. Alltaf góð tilfinning að verða vitni að samstöðu fólks þegar náunginn á erfitt.
Knús í hús :)
Hrund Traustadóttir, 9.2.2009 kl. 22:36
Kæru vinir, takk kærlega fyrir að halda upp i vörnum fyrir okkur hér.
Fréttaaukinn er vandaður og vel unninn þáttur en það er kannski aldrei hægt að setja efni svo fram að allir skilji.
Viðtalið snérist öðrum þræði um þá dómhörku sem fólki sem tók ákvarðanir miðað við forsendur sem voru uppi fyrir efnahagshrunið er sýnd og hvernig það eykur álagið á fólk að þurfa að réttlæta þær-jafnvel langt aftur í tímann.
Um það hvernig fólk gefur sér ákveðna hluti án þess að vita neitt um neitt.
Þessi Giraumræða staðfestir réttmæti umfjöllunarinnar.
Kristín Bjarnadóttir, 10.2.2009 kl. 10:31
Ég sá viðtalið við þig í sjónvarpinu og las bloggið þitt í kjölfarið. Ég þekki þig og fjölskyldu þína ekki neitt en vildi bara láta þig vita að ég dáist virkilega að þér fyrir að koma fram og lýsa aðstæðum ykkar fyrir þjóðinni, aðstæðum sem eru örugglega ekkert einsdæmi því miður. Þú og fjölskyldan eigið líka hrós skilið fyrir afstöðu ykkar í þessum erfiðu aðstæðum
Við þá einstaklinga sem enn falla í þá gryfju að dæma þá vil ég segja eftirfarandi: Það eru fáar fjölskyldur sem þyldu það að báðar fyrirvinnurnar misstu vinnuna - eða hversu margir gætu rekið heimili sín hallalaust á atvinnuleysisbótum? Ég veit að ég gæti það ekki og verð þó seint sökuð um bruðl eða fyrirhyggjuleysi.
Guðrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 15:11
Hæ Didda!
Var að sjá viðtalið við þig áðan og þú veist að þú ert algjör hetja að koma svona fram og segja frá hlutunum nákvæmlega eins og þeir eru. Ég get ekki ímyndað mér hvernig er að lenda í stöðu sem ykkar! Lánin hækka hjá öllum og greiðslubyrðin almennt er orðin rosaleg en það að vera bæði atvinnulaus er ótrúlega erfitt mál. Þú hefur verið rosalega dugleg við að senda góðar kveðjur til mín og vil ég reyna að endurgjalda það á þann hátt að senda ykkur hlýja strauma og jákvæðar hugsanir. Ásta biður kærlega að heilsa einnig.
Bestu kveðjur, Atli Thor.
Atli Thoroddsen (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 22:35
Takk kæru vinir
Kristín Bjarnadóttir, 11.2.2009 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.