Flugfreyjustjórnin
1.2.2009 | 22:55
20% nýrrar ríkisstjórnar eru flugfreyjur. Að minnsta kosti í hjarta sínu.
Þetta getur ekki klikkað.
Því ef það er eitthvað sem flugfreyjur kunna er það að vinna undir álagi-í kappi við tímann. Þær búa yfir ótal aðferðum til að gera stóru vandamálin agnarsmá.
Iss kreppan er bara osl-sto-osl með troðfulla vél á háannatíma.
Þær eiga pottþétt eftir að klára daginn þannig að allir ganga brosandi frá borði.
Vona bara að þær skilji ekki vélina eftir í rúst............
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Góð samlíking
Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 2.2.2009 kl. 15:26
Kvöldið..
Smá pæling.. Icelandair fækkaði flugfreyjum/þjónum um 20% um borð og nýja ríkisstjórnin er með 20% hlutfall af flugfreyjum... er þarna eitthvað samhengi? spyr sá sem ekki veit!!
Sigrún Jóns sem er að pæla....
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 19:11
Sigrún það hlýtur að vera!! sé samt ekki alveg hvaða samhengi....en þetta getur að sjálfsögðu ekki verið tilviljun.
Skemmtilegt viðtalið annars við þig í dag, greinilegt að visir er farinn að lesa bloggið mitt


Gott að sjá þig líka Helga mín!
Kristín Bjarnadóttir, 2.2.2009 kl. 22:09
Didda mín!
Var að velta því fyrir mér hvert þessi 20% fóru? Í ríkisstjórn? Kannski?
Bara að spá..
Bkv.
Sigrún
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 22:31
Atvinnuauglýsing á mbl. gæti hljómað svo;

Flugfreyjur óskast, mikil vinna framundan
Íslenska þjóðarbúið
ps. 9 glæsidrottiningar sátu við sofuborðið mitt í dag þar á meðal flugfreyja ein af mörgum innan Aglow á Íslandi. Það sem einkennir þessar stelpur er frábær skipulagsgáfa og vinnusemi. Kristín mín þú ert í úrvalshóp dugmikilla kvenna!
Vertu Guði falin og allt þitt hús.
Helena Leifsdóttir, 4.2.2009 kl. 21:30
Elsku Didda, skemmtilegar vangaveltur hjá þér. Er alltaf að kíkja á bloggið þitt og vonast eftir nýrri færslu í þínum skemmtilega ritstíl...... er ekki eitthvað á leiðinni bráðum???
Bestu kveðjur,
Lilja G. Bolladóttir, 5.2.2009 kl. 15:45
hæ Lilja mín, var að sjóða eittthvað saman hreinlega á meðan þú kíktir hér við
Helena við krossum putta að vinnusemin og skipulagsgáfan hafi ekki horfið frá nýjustu ráðherrunum okkar, um að gera líka að nýta atvinnulausar flugfreyjur í koma málunum í gegn, gætu staðið fyrir utan Seðlabankann til dæmis og lamið í kaffikönnur!
bestu kveðjur
Kristín Bjarnadóttir, 5.2.2009 kl. 16:38
Ja flugfreyjunum getum vid treyst fyrir ad hjalpa vid ad retta thjodarskutuna af thvi thaer eru vinnusamar og vandvirkar og duglegustu konur! Um thad get eg vitnad thar sem eg var svo heppin ad vinna med theim allnokkrum yfir ekki ofa arin. Og sjaidi bara hvad getur hafst upp ur thvi ad vera flugfreyja, Didda min, hver veit hvar thu endar elskan? hmmm
Verum stolt af theim og reynum ad stydja vid bakid a theim thar sem thetta er vandasamt verkefni og ekki ofundsverd stadan. Konur thurfa ad standa saman, segi thetta aldrei of oft! Barattukvedjur fra Hollandi!
Ragna (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.