Staða um áramót
4.1.2009 | 00:03
Árni er búinn að skrá sig í H.Í. í pakkadíl sem settur var upp fyrir fólk í kreppunámi. Blanda af sagnfræði, fornleifafræði og heimspeki. Þar með opnast möguleiki á að hengja sig á LÍN spenann, ekki það að við sjáum í augnablikinu hvernig LÍN stendur undir lánum til 1600 kreppunema.
En hvort sem Árni fær námslán eður ei er hann að minnsta kosti kominn með eitthvað skemmtilegt að lesa og lestur er eitthvað sem er tilvalið að dunda sér við á köldum vetrarkvöldum ef úr verður að hann fari til Osló en þangað á hann pantað flug á mánudag eftir viku. Maður sem þekkir mann sem þekkir mann þekkir mann sem sagði Árna að mæta á staðinn.
Svo er spurningin með parhúsið sem hann tryggði sér í haust. Það verk átti að hefjast í desember en er enn ekki komið í gang. Mörkin milli neikvæðni og raunsæis eru oft óljós en eru miklar líkur á að það verk fari í gang?
Svo er einn möguleiki í viðbót en því miður er málið á viðkvæmu stigi og því ekki rétt að greina frá því að svo stöddu miðað við aðstæður sem þessar en guð gefi að gott á viti.
Grínlaust.
Ég get svo mögulega fengið vinnuna mína aftur í byrjun apríl eða maí.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Didda mín!
Það er alveg klárt að þú ert með besta farastjóra sem hægt er að hugsa sér!
Hr. Raunsæi jákvæðnispúki...besta blanda sem til er :)
Já og afbókun þín á næsta trúnaðarráðsfund er hér með móttekin!
Knús
Diddan sem er eldri en ekki endilega vitrari!!!
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 15:21
Hum...sennilega eru dyrnar þínar að opnast, treystum því að svo sé.
Einu sinni var maður sem hét Jabeus hann var ekkert að flækja hlutina
bænin hans var mjög stutt en hnitmiðuð
Blessa þú mig og auk landi við mig, og verði hönd þín með mér, og bæg þú ógæfunni frá mér, svo að engin harmkvæli komi yfir mig.
Og Guð veitti honum það, sem hann bað um.
Ég óska öllum ísl. fjölskyldum blessunar Jabeusar, við þörfnumst þess !
Spennt að fylgjast með ykkur
Helena
Helena Leifsdóttir, 4.1.2009 kl. 23:13
Takk stelpur!
við upplifum þetta akkúrat eins og að standa fyrir framan nokkrar hurðir, vitum bara ekki hverjar opnast eða á hvaða tímapunkti, eða hvort við ættum að banka sérstaklega á einhverja.
Bestu kveðjur frá okkur
Kristín Bjarnadóttir, 5.1.2009 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.