Engill í mjög svo skemmtilegri mannsmynd

Oft heyrt að innan um okkur venjulega fólkið gangi englar í mannsmynd.  Aldrei velt því sérstaklega fyrir mér enda aldrei hitt neinn fyrr en í dag.

Hefði auðvitað átt að vera búin að átta mig á þessu fyrir löngu.  Þótt ekki væri nema fyrir himneskan húmorinn.

Vildi gefa okkur flís.  Flís sem í okkar augum er bjálki.

Við erum orðlaus. Vissum ekki að við ættum sérstakan stað í hjarta hennar en þar þarf greinilega ekki sérstakan stað.  Hennar stóra hjarta rúmar alla.

Hrædd um að ég hafi ekki þakkað henni nógsamlega.

Í fyrsta skipti í margar vikur hlakkaði ég til að fara út í búð.  Laus við helluna yfir brjóstinu.

Á leiðinni úr búðinni skáluðum við Snorri(3) fyrir góðu fólki sem af kærleika gefur með sér.

Í svala.  Hann appelsínu, ég epla.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velti því fyrir mér hvort að englar sæki ekki bara engla heim?

Takk fyrir skemmtileg komment á myndirnar, læt eitt tilfinningatákn fljóta með

Kv. Helena

Helena (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 01:02

2 identicon

Yndislegt Didda mín.... þið eigið alla engla skilið!!

Maja nágranni (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 13:02

3 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk kærlega stelpur mínar!

knús frá okkur hérna megin!

Kristín Bjarnadóttir, 31.12.2008 kl. 01:00

4 identicon

Las aftur það sem þú hefur verið að skrifa að undanförnu og kona með þessa hæfileika í því að tjá sig, á framtíðina fyrir sér.Ég veit ekkert um ykkur hjónin en dáist af ykkur fyrir dugnað og hvernig þið komist í gegnum þetta án þess að brotna.Haltu áfram að skrifa líka þegar það gengur vel  og leyfðu fólki að fylgjast með, því að við hin lærum líka af þessu og tökum það sem sjálfsagðan hlut að hafa vinnu.Óska þér og þinni fjölskyldu gleðilegs árs og friðar kveðja Baldur

Baldur (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 12:24

5 identicon

Fallegt.
Sammála síðasta ræðumanni í einu og öllu.

Gleðilegt ár og sjáumst vonandi fljótlega í fluginu.

Knúz - Fríða Dóra

Frida Dora Steindorsdottir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:29

6 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Kæri Baldur, mikið þykir okkur vænt um orð þín, þau fylla okkur orku og bjartsýni.

Óska þér alls hins besta á komandi ári.

hjartans kveðjur frá okkur hér.

Kristín Bjarnadóttir, 1.1.2009 kl. 16:06

7 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk fyrir kveðjuna Fríða Dóra, gleðilegt ár til þín og þinna.

Gaman að þú kíkir í heimsókn.

Vona að þið hafi það sem allra best.

Styttist vonandi í að við sjáumst um borð já.

Kristín Bjarnadóttir, 1.1.2009 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband