Lumma, lumma, lumm.
23.12.2008 | 12:06
Fjöldi óska hefur borist um að birta norsku lummuuppskriftina í stað þess að lúra á henni eins og gulli.
Erfitt hefur reynst að finna almennilega lummuuppskrift og það þrátt fyrir leit á helstu leitarvélum.
Þessi uppskrift barst til landsins með Eidefólkinu en er endurbætt af ömmu minni.
Þar sem Árni er ennþá sofandi og ég kann ekkert á Excel verður þetta sett upp í WORD.
Lummur.
1/2 kg. Hveiti
2 tsk. Lyftiduft
1/2 tsk. Hjartarsalt
100 g sykur
3/4-1 L mjólk
1 egg
Tólg eða pönnufeiti. ( hér gefur höfundur leyfi til að taka mið af nútímanum og nota ólífuolíu.)
Hjartarsaltinu, lyftiduftinu og sykrinum blandað saman við hveitið. Vætt í með mjólkinni, egginu bætt úti og hrært vel. Látið með skeið á heita fituga pönnu og bakað þar til gyllt.
Við borðum þetta svo með sykri eða smjöri og sírópi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gleymdi að benda á að nauðsynlegt er að nota vel af olíu til að þær verði krönsí og geggjaðar
best að skella í lummur:)
Kristín Bjarnadóttir, 23.12.2008 kl. 14:15
umm hljómar vel, verð að testa þetta fljótt. Gleðileg jól til ykkar allra
Dagmar
Dagmar Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 18:14
Kvöldið!
Ég er svo mikil lumma að ég baka ekkert nema vandræði!! Stórt jólaknús til þín Didda mín og þinna!
Jólakveðjur
Sigrún sem er hin Diddan
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 18:29
Risajólaknús tilbaka mínar kæru!
Kristín Bjarnadóttir, 24.12.2008 kl. 02:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.