Persónuleikaruglingur?

Árni hefur verið óskipulagði aðilinn í sambandinu.  Hlutirnir oftast bara gerðir eftir hendinni.  Oft með tilheyrandi pirringi frú fullkomnunaráráttu.

Ekki lengur.  Ég fékk eftirfarandi innkaupalista afhentan í dag.  

 

 Jólainnkaup 2008
    
 Niðursuðuvörur  
 Maís4Dósir
 Rauðkál2Dósir
 Grænar baunir3Dósir
    
 Grænmetiskælir  
 Kartöflur4kg
 Laukur6stk
 Sellerí1stk
 Epli rauð6stk
 Vínber græn1poki
 Egg1pakki
    
 Mjólkurkælir  
 Rjómi2Lítrar
 Sýrður rjómi4stk
 Skinka1pakki
 Mjólk4Fernur
    
 Gos og nammi  
 Coke Zero24Lítrar
 Appelsín8Lítrar
 Malt9Lítrar
 Nammi  
 Snakk  
    
 Bökunarvörur  
 Piparkorn svört1stk
 Rifsberjahlaup1krukka
 Pönnukökusíróp2flöskur
 Saxaðar möndlur200gr
 Möndlur1poki
 Suðusúkkulaði1pakki
    
 Annað  
 Cocoa puffs2kassar
 Ís2Lítrar
 Íssósa1stk
 Örbylgjupopp2kassar
 Instant Pasta4stk
 Kirsuberjasósa  
 Rauðvín  
 

Möndlugjöf

 
  
 Hef aldrei á ævi minni séð jafnfullkominn innkaupalista.

Ekki aðeins er hann settur upp í Excel, heldur vörum raðað eftir flokkum og staðsetningu í búð.  Einnig er tekið fram í hvaða formi varan á að vera svo maður kaupi nú ekki óvart suðusúkkulaði í flösku eða egg í poka.

Er það þetta sem gerist þegar fólk er búið að vera saman of lengi?  Blandast persónuleikar fólks?  Með skelfilegum afleiðingum?

En hvað segir það um mig að mig dauðlangar að benda honum á að það sé venjulega settur punktur á eftir skammstöfunum?

Við verðum að fara að finna okkur eitthvað að gera!    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrund Traustadóttir

Ég held að þetta sé alveg glimrandi vitnisburður um það að hann Árni Björgvin verður að fara að finna sér eitthvað að gera

Það að þú finnir þörf til að punkta á eftir skammstöfunum kemur aftur á móti ekkert á óvart, þú myndir örugglega finna þessa þörf þó þú værir í fullri (launaðri) vinnu

En rosalega flottur innkaupalisti.

Hrund Traustadóttir, 22.12.2008 kl. 14:40

2 identicon

Kvöldið!

Ég held að á þessu stigi málsins þá  er þetta spurning um að þið vitið ekki almennilega hvar annað byrjar og hvar hitt endar og það er gott mál!

Jólaknús

Sigrún

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 20:09

3 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

Má þá "frú fínpússari" benda ykkur hjónum á að grömm eru skammstöfuð g og ekki er settur punktur  gr. er sem sagt "out"  

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 22.12.2008 kl. 23:45

4 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Þættinum var að berast fyrirspurn "hvað geriði með svona mikið pönnukökusíróp?" tilvitnun lýkur.

já það er nú þannig að hér ólst húsmóðirin upp við lummur og ekki hvaða lummur sem er heldur lummur að hætti norðmanna.  En eins og flestir vita er húsmóðirin norsk að einhverju leyti.

Betri helmingurinn hafði svo alist upp við ameríska lágmenningu en jafnvel þótt lummur hafi borist til ameríku með vesturförunum þá vilja bandaríkjamenn auðvitað eigna sér allt og segjast því hafa fundið upp pönnukökurnar sem þeir kalla svo því lummunafnið var of lame.

Í upphafi sambands voru því góð ráð dýr.  Hvort átti að baka lummur eða amerískar pönnukökur?  Niðurstaðan varð sú að eitthvað er bakað á pönnu og sumir borða lummur hvítar af sykri en aðrir borða amerískar pönnukökur-jú rétt með sírópi.

Því miður þá eru amerísku áhrifin meiri en þau norsku og börnin öll með tölu velja því að borða amerískar pönnukökur löðrandi í sírópi.

Húsmóðurinni finnst þetta þvílík vitleysa og móðgun við norska forfeður sína og vesturfarana og skal því sykra sínar amerísk.....lummur á meðan hún lifir.

En ekki sátt við magnið?  Lummur eru bakaðar nánast tvisvar í viku þar sem þetta fyllir magann fyrir lítill pening og allir eru hæstánægðir.  Blessuð næringarsjónarmiðin verða að bíða betri tíma.

Kristín Bjarnadóttir, 23.12.2008 kl. 01:19

5 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

ánægð með útskýringuna þína Sigrún, alveg sátt við það ef þetta er útskýringin því mér var hætt að standa á sama í dag.

Helga ég varð bæði glöð og að sjá athugasemdina þína.  Glöð yfir að vita nú betur en hrædd um að hafa misst af alls konar svona breytingum og skrifa nánast handónýta íslensku!  A.m.k (að minnsta kosti-á þetta að vera-var skammstafað svona í stafsetningarorðabókinni 1980) ef þú lumar á fleiri svona ábendingum eru þær vel þegnar!

Kristín Bjarnadóttir, 23.12.2008 kl. 01:27

6 identicon

Hæ Kristín.

Hulda vinkona þín var að tala um skemmtilega bloggið þitt. Þannig að nú er ég dyggur lesandi. Þú ert mjög góður penni.

Ég verð að viðurkenna að ég hef heldur aldrei séð svona flottan innkaupalista. Yfirleitt er þetta hripað niður á umslag frá reiknistofu bankanna.

Gleðileg jól og sjáumst í fluginu þegar þú kemur aftur.

Kv, Fríða Dóra

Fríða Dóra Steindórsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 08:38

7 identicon

Já ég verð að viðurkenna að ég er orðinn dyggur lesandi hjá þér líka, enda frábær penni og heilög og sönn vísindi sem þú fjallar um  , eins og talað úr mínu hjarta!

Gleðilega hátíð og plís haltu áfram að blogga, algjör snilld!

kv Björg

Björg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 10:59

8 identicon

Þetta er allra flottasti innkaupalisti sem ég hef séð.  Frú fullkomnunarárátta hlýtur að vera sátt.  Uppeldið á Árna er loksins farið að skila árangri :-)

 Bestu kveðjur og knús frá vesturbæ Kópavogs.

Hulda (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 11:17

9 identicon

Ég er ekki frá því að hafa fengið netta fullnægjingu við að sjá innkaupalistann enda oft kölluð Ms. Monica eftir vinkonu minni og "Vini" og líður alltaf best ef allt er í röð og reglu .....en ekki einu sinni ég set minn upp í excel, læt duga að setja hann upp eftir skipulagi viðkomandi búðar.

Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt Didda, algjör eðalpenni og hafiði þið fjölskyldan það sem allra best um jólin

Kv. Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 15:44

10 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Kæru Fríða Dóra og Björg gaman að fá ykkur í heimsókn og takk fyrir hlý orð í minn garð!

Hulda, ég er búin að reyna að forðast að horfast í augu við hið augljósa, ég hef loks náð með óyggjandi hætti að brjóta Árna endanlega niður og stýri honum að vild.  Skil núna hvers vegna konur tala um að þær nenni ekki að byrja upp á nýtt að ala mennina sína upp.

Ásta gott að hitta aðra Moniku!  Verð nú að viðurkenna samt að ég er komin langa leið í ruglinu frá því þegar ég sorteraði tuskurnar eftir lit!

Gleðileg jól allar saman og takk fyrir að líta við og lesa!

Kristín Bjarnadóttir, 24.12.2008 kl. 02:33

11 identicon

Leita ykkur að einhverju að gera segir þú. Í fyrsta lagi hlýtur það að vera nánast full vinna að setja svona lista upp og í öðru lagi eru þið komin með buisness - Árni tekur að sér að raða saman í exel innkaupalistum sem hripaðir hafa verið á umslög. Þú setur inn . á viðeigandi stöðum. Styttir tímann í búðinni um helming og minni líkur á að þú verslir óþarfa. Þar með er Árni búinn að spara fólki (hér var ég næstum búin að skrifa konum) bæði tíma og peninga. Kannski getur hann búið til e-ð flott forrit til að vinna eftir þegar þú þarft að setja saman innkaupalista... 

Kv. Helena.

Helena (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 18:07

12 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Já Helena gott ef þú hittir ekki naglann á höfuðið þarna.  Og það er greinilega markaður fyrir svona lista.

Fór í Hagkaup á aðfangadag og það var svolítið skrítið að sjá annan hvern mann með listann hans Árna útprentaðan héðan af blogginu!

Kristín Bjarnadóttir, 27.12.2008 kl. 22:10

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hefur þú prófað að setja rækjusalat á lummurnar/pönnukökurnar.  Það er ótrúlega gott

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.1.2009 kl. 03:52

14 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Við prófum þetta við næsta bakstur, takk kærlega fyrir hugmyndina

bestu kveðjur og gleðilegt ár!

Kristín Bjarnadóttir, 3.1.2009 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband