Bjargað fyrir horn

Í nóvember tókum við ákvörðun um að segja upp skólamatnum.  Safnast þegar saman kemur og þótt þetta sé niðurgreitt þá er þetta þó dýrara að senda börnin með nesti.  Enda betri matur.

En næringarsjónarmið fara því miður forgörðum þegar telja þarf krónurnar.

Í gær beygði Bryndís af.  Á matseðli dagsins í dag er nefnilega jólamatur með öllu tilheyrandi.  Jólastemning hjá öllum skólafélögunum.

Varla hægt að sitja hjá með ómerkilegt nesti.

Á nokkrum sekúndum tókst okkur að finna heimasíma framkvæmdastjóra skólamatar.is og hringdum í hana.  Á matartíma.  Venjulega mjög dónalegt en í þessu tilfelli frekar kostulegt.

Hún tók beiðni okkar afskaplega vel.

Tvö glöð börn fóru því full tilhlökkunnar í skólann í morgun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ gott að þessu var reddað. Maður fær svo mikinn sting í hjartað þegar börnunum manns líður illa. VIð hljótum ölla að koma sterkari út úr þessu.

Jólasveinninn á þessum bæ er mjög gamaldags og eru piparkökur, rúsínur og mandarínur helst á lístanum hans. Ég er bara nokkuð sátt við það. Var satt að segja orðin leið á því hvað hann var stórtækur.... Já já maður verður bara að bíta á jaxlinn og komast yfir þennan hjalla. Hann er brattur en ekki endalaus....

kv. Sigga

Sigríður María Atladóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 20:09

2 identicon

Kvöldið Didda mín!

Börnin þín njóta góðs af því að eiga mömmu (og örugglega líka pabba) sem er með úrlausnarmiðaða hugsun.

Svo er svo vont þegar börnin manns eru aum, það er erfitt að horfa uppá það aðgerðarlaus( aðgerðarlaus þýðir að gera ekkert! veit að það er ekki til í þínum orðaforða Didda mín)

Jólaknús

Hin Diddan

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 21:12

3 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk stelpur!

Gott að heyra að jólasveinninn hefur verið dempaður á fleiri bæjum en á Vatnsendanum.  Enda sveinkinn verið svolítið verðvilltur undanfarið.  Kreppan þó ekki komin á alla bæi, bekkjarbróðir Bjarna fékk t.d. Silfursafnið hans Páls Óskars í skóinn í vikunni.........

Nei aðgerðarleysi, kæruleysi og afskiptaleysi er ekki til á mínum bæ, þótt það síðasta sé líklega síst fallið til vinsælda.

knús Didda

Kristín Bjarnadóttir, 19.12.2008 kl. 10:26

4 identicon

Kvöldið!

Á mínu heimili eru ekki lengur settir skór útí glugga, sem betur fer þar sem ,,litlu" drengirnir mínir nota nr 43 og 45!! Enda fá þeir ekki í skóinn sem ekki trúa á jólasveininn! Þessi rök dugðu lengi á mínu heimili og komu drengjum snemma í rúmið!

Knús

Sigrún

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 18:40

5 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

æi gott að þau fengu jólamat með skólafélögunum - annars hefði ég ekki haft hjarta í mér til að skilja einhvern "útundan" þrátt fyrir að hann hefði ekki verið í "áskrift" - þetta eru jú svo spes stund og öruggt að það hefði verið til handa þeim líka

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 21.12.2008 kl. 14:37

6 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Frétti af því að í sumum skólum var gengið úr skugga um að þetta gerðist ekki og foreldrum boðið að kaupa jólamatinn sérstaklega til að allir væru með.

Við spáðum bara ekkert í þetta, og hefði verið gott að fá boð frá skólanum.

Kemur pottþétt ekki fyrir aftur.

Kristín Bjarnadóttir, 21.12.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband