Af Grýlu

Bjarni (7) trúir á jólasveinana.  Ekki efi í hans huga.  En með restina af fjölskyldunni höfum við ekki verið eins viss.

Þar til í dag.

Hann var niðursokkin í að sauma fyrir rifu á jólasveinafæti þegar hann segir:”ef manni þykir mjög vænt um sig ætti maður að ganga um með skæri.”

Kom í ljós að ekki aðeins trúir hann á jólasveinana heldur mömmu þeirra líka.

Töluverða líkur eru víst á að hún nappi nútímabörn í pokann sinn og þá er nú eins gott að vera viðbúinn.  Geta seilst í vasann eftir skærunum og klippt sig út!

En fyrst er greinilega nauðsynlegt að gera upp við sig hvort manni þykir mjög vænt um sig.

Talandi um skæri þá ákvað ég að munda slíkt á börnin í kvöld.

Dauðkvíði nú fyrir morgundeginum.  Ímynda mér að börnin komi grátandi heim úr skólanum eftir að hafa þolað háðsglósur og stríðni allan daginn.  Stríðni venjulegu barnanna sem fóru í jólaklippinguna til fagfólks.

Bryndís Inga (9) er reyndar allt í lagi.  En strákarnir langt í frá.

Sá það samt ekkert fyrr en ég tók eftir svipnum á Árna.

Annar eins og Emil, hinn eins og munkur.

Eins gott að Grýla tekur bara óþekk börn en ekki asnaleg.

Kannski ég setji samt skæri í vasana þeirra til öryggis næstu daga.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert æðsilegur penni.  Ég sit hérna og  úr hlátri.   Er viss að þrátt fyrir munkaklippingu og Emils-lúkk þá eru þeir báðir flottastir. 

 Ef manni þykir vænt um sig þá hristir maður af sér leiðindi hinna.

 Knús til allra, bæði vel klipptra og ekki.

Hulda (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 21:01

2 identicon

Ef það er einhver hughreysting þá fór ég með Camillu og Arnstein á stofu en í stað þess að labba út með litla sæta stelpu og flottan gaur fór ég út með (séra) Auði Eir og jú reyndar ansi flottan gaur en 5800 kr fátækari. Þakka henni guði/u fyrir að Camilla er enn í leikskóla. Reyndar eru 12 ráðríkar og nokkuð afskiptasamar prinsessur á deildinni hennar en ég reikna með að fæstar þeirri þekki Auði...

Með dansandi sveiflu Helena.

Helena og co (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 00:59

3 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk Helena!  þótt það sé slæmt að Camilla líti út eins og séra Auður Eir er samt gott að vita að börnin mín eru ekki einu kjánalegu börnin í bænum

Kristín Bjarnadóttir, 11.12.2008 kl. 14:31

4 Smámynd: Hrund Traustadóttir

Ég man eftir þessari pælingu með skærin frá því ég var krakki og var að lesa gömlu Vísnabókina. Á myndinni þar af Grýlu var nefnilega einn hugvitsamur piltur sem klippti alla krakkana úr ánauð Grýlu gömlu, vá hvað mér fannst hann sniðugur og þau heppin að hafa hann til að bjarga sér

Hrund Traustadóttir, 11.12.2008 kl. 20:21

5 identicon

Kvöldið Didda mín!

Það er nokkuð ljóst að 7 ára sonur þinn hefur úrlausnargetuna frá þér! Ég hugsa til þín og þinna daglgga og kíki á bloggið þitt.

Knús til þín og þinna frá annari Diddu

Kv, Sigrún 

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband