Dansað eftir bók
30.11.2008 | 00:51
Ég á í ástar/haturssambandi við bókasöfn. Ég elska að fara með börnin mín í barnadeildina, eiga þar góða stund, fletta bókum og taka þær bestu heim.
En ég hata bókasöfn þegar ég þarf að finna efni fyrir mig. Þær bækur sem ég hef tilefni til að leita að eru nefnilega ALDREI inni. Bækur út um allt, í réttri röð, í réttri hillu. Nema þær sem mig vantar!
Og þar sem ég er mjög dugleg við að telja mér trú um einhver ástæða sé fyrir því að akkúrat mínar bækur eru ekki inni kemst ég fljótt að þeirri niðurstöðu að ekki aðeins séu bækurnar á rangri hillu, heldur líka ég.
Röng manneskja á röngum stað í röngu námi leitandi að rangri bók.
Fór á bókasafnið í dag og það var sama sagan, bók sem sannarlega var merkt í Gegni í hillu var auðvitað ekkert í hillu.
Yfir mig heltist venjubundinn efi og vanmáttur. Ég á ekki heima á bókasafninu, bókasafn er fyrir aðra gerð af fólki, fólki sem veit að hverju það leitar, og hvar það finnur það. Fólk sem bækurnar bíða eftir í hillu.
Á leiðinni út rak ég augun í svarið. Ég á ekki heima á bókasafninu. Ég á gjörsamlega ekkert sameiginlegt með fólki sem sækir slíkan stað.
Ég á ekkert sameiginlegt með fólki sem heldur að það geti lært magadans af bókinni How to Bellydance
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.