Laus allan daginn

Ég röfla oft.  Of oft auðvitað.

En nota það því það virkar. 

Hef í gegnum árin röflað reglulega undan draslinu í bílskúrnum.  Röflið beinist að Árna því einhvern veginn hefur það lent á honum að sjá um hann.

Í dag þurfti ég ekkert að röfla.  Hann fór bara út í bílskúr og tók til.

Því í dag hafði hann ekkert betra að gera.

Eitthvað segir mér að jólaljósin sem aldrei komust út í fyrra sökum anna, verði með þeim fyrstu til að lýsa upp hverfið í ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æjjj ég fæ sting í hjartað  Knús til ykkar

Maja og co. (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 09:35

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi hvað þetta er sæt mynd af þér. Hafði ekki hugmynd um að þú værir hér.

takk fyrir bloggvinaboð.

Röflið virkar voða lítið hjá mér. hvað er ég að gera vitlaust?

Jóna Á. Gísladóttir, 15.11.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband